Skipulagsnefnd

299. fundur 17. janúar 2022 kl. 17:00 - 18:50 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir því að eftirfarandi mál verði tekin utan auglýstrar dagskrár til afgreiðslu:
2109017 - DSK Norður-Garður 3

Skipulagsnefnd samþykkir frábrigðið.

1.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings Eystra 2020-2032

2002002

Guðmundur Úlfar Gíslason f.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra kynnir tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2020-2032, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillaga lögð fram til kynningar.

2.Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2020-2032

2002003

Ólafur Elvar Júlíusson f.h. sveitarstjórnar Skaftárhrepps kynnir tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillaga lögð fram til kynningar.

3.DSK í Vík

2201016

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að skiptingu þéttbýlissvæðisins í Vík í eftirfarandi deiliskipulagssvæði: Vesturhluti, Fitin, Menntasvæði, Bakkar, Undir Skeri, Sker, Norður-Víkursvæði, Syngjandi, Túnahverfi, Austurhluti, Tjaldsvæði, Vellir og Hesthúsasvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsfultrúa og leggur áherslu á að klára sem fyrst yfrstandandi skipulagsvinnu við Túnahverfi, Vesturhluta og hesthúsasvæði og hefja samhliða deiliskipulagsvinnu við Bakka og Fitina.
Fylgiskjöl:

4.Vegur um Mýrdal

2012013

Jón Ágúst Jónsson f.h. Skipulagsstofnunar óskar eftir umsögn Mýrdalshrepps um meðfylgjandi matsáætlun skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulagsnefnd vísar til umsagnar sveitarstjórnar Mýrdalshrepps frá 16. apríl 2021 sem staðfest var á 616. fundi sveitarstjórnar.

5.Litla-Heiði - Umsókn um byggingarleyfi

2201013

Rudolf Walter Lamprecht óskar eftir byggingarleyfi fyrir bátaskýli á Litlu-Heiði í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

6.Pétursey 3 lóð - Umsókn um stofnun lóðar

2201014

Skúli Geir Ólafsson f.h. Guðmundar Elíassonar óskar eftir að stofna 7 ha landbúnaðarlóð úr jörðinni Pétursey 3, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir að stofnuð verði 7 ha landbúnaðarlóð úr jörðinni Pétursey 3.

7.Austurvegur 10 - Umsókn um byggingarleyfi

2201015

Guðjón Guðmundsson f.h. Katlatrack ehf. óskar eftir leyfi fyrir stækkun bílskúrs við Austurveg 10, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að framkvæma grenndarkynningu.
Fylgiskjöl:

8.DSK - Norður-Garður 3

2109017

Lögð er fram til samþykktar tillaga á deiliskipulagi vegna Norður-Garðs 3. Skipulagið var auglýst frá 4. nóvember 2021 til og með 17. desember 2021 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofu Íslands og Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið með þeim fyrirvara að bætt verði texta inn á deiliskipulagið um að þar sem byggingarreitir eru nærri fyrirhugaðri veglínu þjóðvegar 1 mun Sveitarfélagið ekki taka þátt í kostnaði vegna aðgerða sem þarf að fara í við lóðirnar svo sem hljóðmana. Einnig fer skipulagsnefnd fram á að samkvæmt umsögn Vegagerðar verði eftirfarandi texta bætt inní greinargerð:

"Vegagerðin vinnur nú að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdar vegna
fyrirhugaðs nýs Hringvegar um svæðið. Sú lína sem nú er valkostur
Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins liggur í nálægð við byggingarreit.
Við nánari hönnun og niðurstöður mats á umhverfisáhrifum er ekki
ólíklegt að veglínu verði hliðrað til.

Tenging við veginn, að lóðinni, er til bráðabirgða. Við nánari hönnun nýs
vegar verða tengingar, og mögulega hliðarvegir, hannaðar samkvæmt
veghönnunarreglum með markmið Vegagerðarinnar að leiðarljósi.
Leitast verður við að tengingar verði fáar og öruggar.

Þar sem byggingarreitir eru svo nærri fyrirhugaðri veglínu mun
Vegagerðin ekki taka þátt í kostnaði vegna hljóðvarna"

Fundi slitið - kl. 18:50.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir