Skipulagsnefnd

292. fundur 14. júní 2021 kl. 17:00 - 20:20 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
JE víkur af fundi.

1.ASK BR - Efnistaka í sandfjöru austan Víkur

2002015

Lögð er fram til samþykktar breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna efnistöku- og iðnaðarsvæðis í landi Fagradals og Víkur.
Skipulagið var auglýst frá 24. mars 2021 til og með 10. maí 2021 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun (UST), Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Landgræðslunni.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Minjastofnun gera ekki athugasemd við skipulagið.

Vegagerðin leggst gegn fyrirhugaðri efnistöku að svo stöddu.

Landgræðslan leggur áherslu á að við efnistöku verði gætt að því að rask á verksvæði leiði ekki til rofs utan þess og ráðist verði í mótvægisaðgerðir til að hefta fok af efnistökusvæðinu. Jafnframt að bæta land og gróður til jafns við það sem raskast.

UST bendir á að efnistaka geti valdið vatnsforfræðilegu álagi á lífríki straumvatns og strandsjávar, á 28. gr. laga nr. 36/2011 og að varp í hafið er óheimilt nema með þeirra leyfi.

NÍ bendir á að ekki er fjallað um hverjar mögulegar mótvægisaðgerðir eru ef í ljós kemur að áhrif efnistökunnar á ströndina verða þess eðlis að strandrof aukist. Benda á að í útjaðri svæðisins sé vistgerð með mjög hátt verndargildi, tjörn austan við efnistökusvæðið nýtur sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013. Telur áhrif á gróður og dýralíf óveruleg eða engin Fylgjast þurfi með ryk og hljóðmengun.

Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við þessum athugasemdum eins og kostur er. Nefndin telur ekki fært að bíða með framkvæmdir innan þéttbýlisins í Vík á meðan mat á umhverfisáhrifum framkvæmda fyrirhugaðs nýs Hringvegar í gegnum Vík stendur yfir. Skipulagsnefnd samþykkir skipulagið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
JE kemur aftur inná fundinn

2.ASK BR - Ferðaþjónusta við Sólheimajökul (Sólheimajökulsmelar)

1801005

Lögð er fram til samþykktar lýsing á breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna Sólheimajökulsmela. Breytingin snýr að því að verslunar- og þjónustusvæði V21, Ferðaþjónusta við Sólheimajökul, er breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði, AF1 og svæðið er stækkað úr 1 ha í 5,5 ha.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.ASK BR Ytri-Sólheima 1a

2105021

Lögð er fram til samþykktar lýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps og nýtt deiliskipulag fyrir Ytri-Sólheima 1, 1a og lóð. Breytingin felst í stækkun verslunar- og þjónustusvæðis V26, Gisti- og ferðaþjónusta, úr 1,2 ha í 7,7 ha. Nýtingarhlutfall verður 0,1 og þar af leiðandi verður heimild fyrir allt að 7.700 m² byggingarmagni.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.ASK BR - Hesthúsasvæði

2104011

Lögð er fram til samþykktar óveruleg breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps varðandi hesthúsasvæði. Hesthúsasvæðið er stækkað úr 39.500 m² í 92.973 m² til að allt sem fyrirhugað er á svæðinu rúmist þar.
Skipulagsstillagan var kynnt fyrir Hestamannafélaginu Sindra sem gerði ekki athugsemd, tillagan var send til golfklúbbsins og Vegagerðarinnar sem ekki gerðu athugasemd.

Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda skipulagið til Skipulagsstofnunar og ljúka málinu.
JE víkur af fundi.

5.DSK - Efnistaka í sandfjöru austan Víkur

2004005

Lögð er fram til samþykktar deiliskipulag vegna efnistöku- og iðnaðarsvæðis í landi Fagradals og Víkur.
Skipulagið var auglýst frá 24. mars 2021 til og með 10. maí 2021 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun (UST), Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), Minjastofnun Íslands, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Landgræðslunni.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Minjastofnun gera ekki athugasemd við skipulagið.

Vegagerðin leggst gegn fyrirhugaðri efnistöku að svo stöddu.

Landgræðslan leggur áherslu á að við efnistöku verði gætt að því að rask á verksvæði leiði ekki til rofs utan þess og ráðist verði í mótvægisaðgerðir til að hefta fok af efnistökusvæðinu. Jafnframt að bæta land og gróður til jafns við það sem raskast.

UST bendir á að efnistaka geti valdið vatnsforfræðilegu álagi á lífríki straumvatns og strandsjávar, á 28. gr. laga nr. 36/2011 og að varp í hafið er óheimilt nema með þeirra leyfi.

NÍ bendir á að ekki er fjallað um hverjar mögulegar mótvægisaðgerðir eru ef í ljós kemur að áhrif efnistökunnar á ströndina verða þess eðlis að strandrof aukist. Benda á að í útjaðri svæðisins sé vistgerð með mjög hátt verndargildi, tjörn austan við efnistökusvæðið nýtur sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013. Telur áhrif á gróður og dýralíf óveruleg eða engin Fylgjast þurfi með ryk og hljóðmengun.

Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við þessum athugasemdum eins og kostur er. Nefndin telur ekki fært að bíða með framkvæmdir innan þéttbýlisins í Vík á meðan mat á umhverfisáhrifum framkvæmda fyrirhugaðs nýs Hringvegar í gegnum Vík stendur yfir. Skipulagsnefnd samþykkir skipulagið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
JE kemur aftur inná fundinn.

6.DSK - Mennta- og heislusvæði í Vík

2106020

Lögð er fram tillaga um deiliskipulag vegna mennta- og heilsusvæðis í Vík. Deiliskipulagið nær yfir tveggja ha svæði og afmarkast af reit Þ7.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.DSK ÓBR Austurhluta Víkur

2106029

Lögð er fram tillaga um óverulega breytingu á deiliskipulagi austurhluta Víkur. Breyting er gerð á greinargerð deiliskipulagsins þar sem ítarlegri skilmálar eru settir fyrir tvær iðnaðarlóðir I1 við Smiðjuveg 12 sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru ætlaðar undir byggingu geymsluskúra.
Skipulagsnefnd gerir tillögu að skilmálum um grátóna lit á alla bygginguna og að öll iðnaðarbilin verði í sama lit. Að bílastæði verði með bundnu yfirborði og að ekki verði gert ráð fyrir sorptunnum fyrir utan húsnæðið. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera orðalagsbreytingu, sem felur í sér að nota iðnaðarbil í stað geymsluskúrs. A.ö.l. samþykkir skipulagsnefnd tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 2. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Breyting á skilmála lóða á svæði I2

2106031

Skipulag- og byggingarfulltrúi leggur fram tillögu að breyttum skilmálum vegna lóða á svæði I2. Tillagan felur í sér að lóðir á svæðinu má nýta sem geymslulóðir en um þær verði ekki gerðir lengri lóðaleigusamningar en til ársins 2027.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og ítrekar að lóðarleigusamningar um þessara lóðir gildi ekki lengur en til loka árs 2027. Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði krafa um að lóðirnar verði girtar af með ógagnsærri girðingu sem væri 1,8 m á hæð í það minnsta, norðan megin lóðar. Ekki er gert ráð fyrir vatnsveitu og/eða fráveitu til þessara lóða. Lóðirnar afhendast ófrágengnar.
ÓG og ÞG víkja af fundi

9.Svæði fyrir litabolta - Umsókn um svæðisnotkun

2106030

Óðinn Gíslason og Sunna Wiium sækja um leyfi til að afnota svæði fyrir litabolta í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd telur svæði A ekki henta vegna skerðingar að aðgengi að gönguleið og bergmáls úr fjalli. Nefndin fagnar framtakinu en bendir á að svæði B og C tilheyri svæðum sem nú þegar eru í útleigu og beinir því til sveitarstjórnar að finna lausn sem hentar.
ÓG og ÞG koma aftur inn á fundinn.

10.Ránarbraut 9 - Umsókn um byggingarleyfi

2106026

Hjördís Rut Jónsdóttir og Ingi Már Björnsson sækja um leyfi til að breyta notkun á bílskúr að Ránarbraut 9, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Dyrhólavegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi

2104018

Erlingur Jensson f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir minniháttar breytingar á þeim hluta Dyrhólaeyjavegar sem eftir er að leggja bundnu slitlagi.
Samþykkt samhljóða.

12.Suðurvíkurvegur 8 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

2106027

Pálmi Kristjánsson sækir um leyfi fyrir girðingu á lóðamörkum í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 20:20.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir