Skipulagsnefnd

289. fundur 15. mars 2021 kl. 17:00 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjarskiptaaðstöðu á Sjónarhól - Umsókn um stofnun lóðar

2012020

Benedikt Bragason f.h. Loðmundur Landeigendafélag Ytri Sólheima óskar eftir að stofna 400 m² lóð undir tækjahús og mastur við það, í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða.

2.Austurvegur 1 - Leyfi til að endurnýja veggklæðningu

2103021

Bárður Einarsson sækir um leyfi til að breyta og endurnýja klæðningu á Austurvegi 1.
Samþykkt samhljóða.

3.Austurvegi 1 - lóðamörk

2103022

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að lóðamörkum fyrir lóðina Austurvegur 1.
Skipulagsnefnd hafnar tillögunni og felur skipulagsfulltrúa að koma með nýja tillögu.
KÞ Víkur af fundi.

4.Bakkabraut 6 - Umsókn um breytingu á notkun lóðar

2103020

Guðrún Sigurðardóttir óskar eftir breytingu á notkun lóðar að Bakkabraut 6 úr íbúðarhúsalóð í verslunar- og þjónustulóð.
Skipulagsnefnd vísar í gr. 4.2 í aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 og sendir málið til afgreiðslu sveitarstjórnar.
KÞ kemur aftur inná fundinn.

5.Mánabraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi

2103023

Eiríkur Vignir Pálsson f.h. Kötlutanga ehf. sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús að Mánabraut 2, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að frestur til athugasemda verði 3 vikur frá afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Mánabraut 26 - Umsókn um byggingarleyfi

2101010

Sebastian Mateusz Nisztuk sækir um byggingarleyfi fyrir parhús að Mánabraut 26, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að frestur til athugasemda verði 3 vikur frá afgreiðslu sveitarstjórnar.
ÓG Víkur af fundi.

7.Mánabraut 32 - Umsókn um byggingarleyfi

2103019

Gunnar Sveinn Gíslason sækir um byggingarleyfi fyrir parhús að Mánabraut 32, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að frestur til athugasemda verði 3 vikur frá afgreiðslu sveitarstjórnar.
ÓG kemur aftur inná fundinn.

8.Menningartengdrar gönguleiðir í Vík

2011008

Forstöðukona Kötluseturs óskar eftir því að fulltrúi skipulagsnefndar hafi samráð við sóknanefnd um staðsetningu skilta á göngustig fyrir neðan kirkjuna.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samstarfi við sóknarnefnd.

9.Mýrarbraut 11 - Athugasemdir vegna grenndarkynningar

2012018

Lögð fram athugasemd sem barst við grenndarkynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum á Mýrarbraut 11.
Skipulagsnefnd bendir á að lóðin var auglýst fyrir tveggja hæða hús og lóðin stendur á milli tveggja hæða húsa og fellur því vel að götumynd. Aðrar vangaveltur í athugasemd falla undir byggingarreglugerð 112/2012.
GF víkur af fundi.

10.Sunnubraut 32 - Umsókn um stöðuleyfi

2103024

George Frumuselu sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Sunnubraut, í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða.
GF kemur aftur inn á fundinn.

11.Drög að Samþykkt um vatnverndarsvæði frá HeS. bs.

2102007

Heilbrigðisnefnd Suðurlands sendir til kynningar og umræðu hjá sveitarstjórnum nýja samþykkt um vatnsvernd á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Samþykktinni er ætlað að vera hjálpargagn eða verkfæri fyrir starfsmenn sveitarfélaganna varðandi umgengni á vatnsverndarsvæðum og hvaða reglur gilda. Þarna er tekið saman í einu skjali þau lög og reglur sem eru í gildi og helstu kröfur um vatnsvernd til að tryggja hreint og heilnæmt neysluvatn á svæðinu. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps óskar umsagnar Skipulagsnefndar um samþykktirnar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

12.DSK - Víkurbraut 5

2102020

Lögð eru fram deiliskipulagslýsing og drög af deiliskipulagstillögu fyrir Víkurbraut 5.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda deiliskipulagslýsingu til auglýsingar í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska umsagna.

Fundi slitið.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir