Skipulagsnefnd

293. fundur 23. júní 2021 kl. 17:00 - 18:30 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  • Kristján Þórðarson nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Guðrún Hildur Kolbeins nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.DSK - Víkurbraut 5

2102020

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi vegna Víkurbrautar 5.
Skipulagsnefnd leggst gegn því að þaksvalir verði á húsinu, a.ö.l. samþykkir skipulagsnefnd tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Bakkabraut 18 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

2106040

Bjarni Sigurðsson sækir um leyfi fyrir framkvæmdum á lóð í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdaleyfið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.

3.Strandvegi - Umsókn um stöðuleyfi

2106041

Michal Lenda sækir um stöðuleyfi fyrir smálistasafn við Strandveg í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra í samráði við skipulagsfulltrúa að finna hentugri stað þar sem veðurskilyrði eru betri en á umræddum stað.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir