Skipulags- og umhverfisráð

12. fundur 11. ágúst 2023 kl. 09:00 - 10:55 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
 • Jónas Erlendsson Nefndarmaður
  Aðalmaður: Magnús Örn Sigurjónsson
 • Gunnar Sveinn Gíslason Nefndarmaður
  Aðalmaður: Óðinn Gíslason
 • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
 • Steinþór Vigfússon Nefndarmaður
 • Pálmi Kristjánsson Nefndarmaður
  Aðalmaður: Salóme Svandís Þórhildardóttir
Starfsmenn
 • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

2105007

Tekin til afgreiðslu tillaga um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042 í samræmi við 3.gr. 23.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og 15.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.111/2021.

2.ASK DSK BR - Norður-Foss og Suður-Foss

2306005

Lögð er fram til samþykktar lýsing á breytingu á afmörkum verslunar- og þjónustusvæða og skilmálum í Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033, breyting á deiliskipulagi fyrir Norður-Foss og nýtt deiliskipulag fyrir Suður-Foss.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulags- og matslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.111/2021.

3.DSK Bakkar

2201026

Lögð er fram til samþykktar tillaga á deiliskipulagi fyrir hverfið Bakkar í Vík í Mýrdal. Skipulagið var auglýst frá 24. maí til og með 5. júlí 2023 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Rarik og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð telur að brugðist hafi verið við athugasemda Heilbrigðiseftirlitsins þar sem vísað hefur verið til nýs aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033.
Skipulags- og umhverfisráð tekur ekki undir athugasemdir Vegagerðarinnar og telur ekki forsvaranlegt að loka núverandi aðkomu að hverfinu frá þjóðvegi þar sem þá yrði einungis ein tenging inn og út úr því. Miklu máli skiptir að huga að öryggisþáttum og að greiðfær leið sjúkar- og slökkvibíla verði áfram um hverfið og að möguleiki sé þá að komast að því gegnum núverandi vegtengingar. Í nýju deiliskipulagi Bakka er ekki verið að endurhanna vegtengingar að hverfinu og tekur það því ekki til hönnunar á tengingu við þjóðveg. Skipulagsmörk verða áfram í samræmi við auglýsta tillögu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.

4.DSK - Skammidalur 2

2301012

Lögð er fram til samþykktar tillaga á deiliskipulagi fyrir Skammadal 2 í Mýrdal. Skipulagið var auglýst frá 26. apríl til og með 7. júní 2023 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Rarik og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.

5.DSK - Reynisdalur 2

2305004

Lögð er fram til samþykktar tillaga á deiliskipulagi fyrir Reynisdal 2 í Mýrdal. Skipulagið var auglýst frá 28. júní til og með 8. ágúst 2023 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Rarik og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.

6.DSK (ÍB7, M6, M7, VÞ7, VÞ10)

2307001

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að lóðamörkum og skilmálum fyrir lóðirnar Austurvegur 16 ,18 og 20.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir lóðablöðin og hámarksbyggingarmagn fyrir Austurveg 16, 18 og 20.

7.Austurvegur 16 - spennistöð og hleðslustöðvar

2308002

María Guðmundsdóttir f.h. Ísorka og Olís sækir um leyfi til uppsetningar spennistöðvar og hleðslustöðva á lóðinni Austurvegi 16 í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráðið heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði byggingarleyfi, þar sem um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Fylgiskjöl:

8.Skilti við Austurveg

2306010

Þorgerður Gísladóttir f.h. Veitingahússins Suður-Víkur ehf. og Gistiheimilisins Ársala sækir um leyfi fyrir uppsetningu 0,8x1,0m skiltis við Austurvegi, í samræmi við framlögð gögn.
GSG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð fellst ekki á uppsetningu skiltisins. Vegna fjölda fyrirtækja í bænum er ekki talið forsvaranlegt að opna á uppsetningu skilta við þjóðveginn á Austurvegi. Skipulags- og umhverfisráð mælist frekar til þess að rekstraraðilar leiti eftir samstarfi við Vegagerðina um uppsetningu nýrra upplýsingaskilta í hvorum enda bæjarins.

9.Rauðháls - Umsókn um byggingarleyfi

2306007

Ingi Már Björnsson sækir um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði (vélaskemmu) á jörðinni Rauðháls (163079), í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð mælir með að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ákvörðunin hafi ekki áhrif á hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er framkvæmdin í samræmi við aðalskipulag Mýrdalhrepps 2021-2033.
Skipulags- og umhverfisráðið heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði byggingarleyfi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Fylgiskjöl:

10.Pétursey 3 - Umsókn um stofnun lóðar

2308005

Guðmundur Elíasson óskar eftir að stofna 10 ha landbúnaðarlóð úr jörðinni Pétursey 3, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við að stofnuð verði lóð í samræmi við framlögð gögn en mælist til þess að lögbýlisréttur verði felldur niður í ljósi þess að lóðin sem eftir stendur uppfyllir ekki ákvæði jarðalaga um lögbýli. Þess í stað verði reiturinn þar sem íbúðarhúsið stendur skilgreint sem íbúðarhúsalóð.

11.Erindi frá hmf Sindra

2212012

Sótt er um leyfi til uppsetningar á gerði fyrir hesta og sauðfé á sandöldunni austan við veginn inn í Þakgil.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti uppsetningu gerðanna.

12.Erindi frá stýrihópi heilsueflandi samfélags

2308004

Lagt fram erindi frá stýrihópi heilsueflandi samfélags.
Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna í samráði við æskulýðs- og tómstundafulltrúa og stýrihóp um heilsueflandi samfélag um skipulag útivistarsvæða í bænum.
Fylgiskjöl:

13.Ljósleiðari í Vík - framkvæmdaleyfi

2308003

Grétar Ómarsson f.h. Míla ehf sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Vík í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.

14.Efnistaka á Mýrdalssandi

2108004

Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar um efnistöku á Mýrdalssandi.
Skipulags- og umhverfisráð ítrekar fyrri umsagnir sveitarfélagsins þar sem fjallað er um áhrif starfseminnar á atvinnulíf og nærsamfélag. Umfjöllun Skipulagsstofnunar og umhverfismatsskýrslan fjalla ekki um frekari valkosti við flutning á efni, s.s. uppskipun frá ströndinni sunnan við efnistökusvæðið. Eðlilegt er að þær leiðir verði skoðaðar til þess að koma í veg fyrir veruleg neikvæð áhrif sem Skipulagsstofnun fjallar um í áliti sínu.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir