Skipulags- og umhverfisráð

11. fundur 07. júní 2023 kl. 10:30 - 13:00 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
    Aðalmaður: Magnús Örn Sigurjónsson
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
  • Pálmi Kristjánsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Steinþór Vigfússon
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Reynisfjall - klifurbraut og fall

2305003

Fulltrúar True Adventure kynna hugmynd að klifurbraut í hlíðum Reynisfjalls.
Ráðið þakkar fyrir kynninguna og tekur vel í frekari útfærslu á verkefninu. Mælst er til þess að ásýndarmyndir verði lagðar fram sem geta betur sýnt fram á sjónræn áhrif fallturns og brautarinnar á umhverfi útsýnispallsins. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kanna möguleika á staðsetningu fyrir aðkomu að pallinum.

2.DSK - Reynisdalur 2

2305004

Lögð er fram tillaga um nýtt deiliskipulag vegna Reynisdals.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.DSK BR - Efnisvinnslusvæði við Vík

2306008

Anna Bragadóttir (EFLU verkfræðistofa) f.h. EP Power Minerals GmbH sækir um leyfi til að breyta deiliskipulagi efnisvinnslu við Vík.
PT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.

4.DSK BR - Efnisvinnslusvæði við Vík

2306008

Lögð er fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin snýr að nýjum byggingarreit fyrir spennistöð raforku annars vegar og hins vegar að vatnstöku úr Uxafótalæk til að nota við efnisvinnsluna.
PT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.DSK BR - Garðar og Reynisfjara

2306001

Jakobína Elsa Ragnarsdóttir sækir um leyfi til að breyta deiliskipulagi í Görðum og Reynisfjara.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.

6.DSK BR - Garðar og Reynisfjara

2306001

Lögð er fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin snýr að skipulagssvæðið er stækkað og bætt er inn bílastæði, þá einnig er gert ráð fyrir gönguleið frá bílastæðinu.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.DSK BR - Sólheimahjáleiga

2306002

Elín Einarsdóttir sækir um leyfi til að breyta deiliskipulagi Sólheimahjáleigu.
Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.

8.ASK DSK BR - Norður-Foss og Suður-Foss

2306005

Ásgeir Einarsson sæki um leyfi til að hefja vinnu með breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033, sem og að hefja deiliskipulagsvinnu í samræmi við aðalskipulagsbreytingu. Breytingin felur í sér að afmarka nýtt verslunar- og þjónustusvæði fyrir Suður-Foss og gera samhliða breytingu á afmörkun Norður-Foss.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið, en aðalskipulagsbreytingin verði unnin af sveitarfélaginu.

9.Austurvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi - stækkun

2109021

Eiríkur V. Pálsson leggur fram drög að stækkun mannvirkis við Austurveg 20.
Ráðið mælist til þess að deiliskipulag svæðisins verði endurskoðað og heimilar að lóðin verði stækkuð til austurs til þess að ákvæði aðalskipulags um fjölda bílastæða verði uppfyllt. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna að breytingu á deiliskipulagi. Hámarksbyggingarmagn lóða á Austurvegi 16-20 verði skilgreint í deiliskipulaginu í samræmi við ákvæði aðalskipulags. Ráðið gerir ekki athugasemd við stækkun mannvirkis sem rúmast innan framangreinds byggingarmagns. Ráðið felur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða frekari útfærslu á stækkun lóðarinnar sem miði að því að brunavarnir mannvirkisins séu tryggðar og að aðkoma aðliggjandi lóða og að fráveitumannvirkjum sveitarfélagsins sé tryggð.

ÓG sat hjá.

10.Klettsvegur 4 - Umsókn um byggingarleyfi

2109013

Kolbrún Ósk Guðjónsdóttir óskar eftir breytingu á lóðamörkum Klettsvegar 4, í samræmi við framlögð gögn.
Ráðið fellst ekki á stækkun lóðarinnar m.v. framlögð gögn í ljósi þess að rými er til staðar á byggingarreitnum. Ráðið mælist til þess að hönnun hússins verði breytt þannig að það rúmist innan núverandi byggingarreits.

11.Sléttuvegur 3a - Byggingarleyfi

2304013

Stefán Hallsson (SS ark) f.h. SV3 ehf. leggja fram drög að mannvirki með Sléttuvegi 3A.
Skipulags- og umhverfisráðið heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði byggingarleyfi, þar sem um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

12.Rauðháls - Niðurrifsleyfi mhl.05 og 09

2306006

Ingi Már Björnsson óskar eftir niðurrifsleyfi fyrir fjárhús (mhl.05) og hlöðu (mhl.09) við Rauðháls.
Erindið er samþykkt og ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

13.Smiðjuvegur 20B - Umsókn um lóð

2306009

Katarzyna Zachariasz óskar eftir álit skipulags- og umhverfisráð um leyfi til að byggja verkstæði úr gámi á einni af geymslulóðum iðnaðarsvæðisins.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið þar sem umrædd lóð er skilgreind sem geymslulóð og bendir umsækjendum á að senda inn umsókn um lóð.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir