Skipulags- og umhverfisráð

10. fundur 10. maí 2023 kl. 10:30 - 12:35 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Magnús Örn Sigurjónsson formaður
 • Jónas Erlendsson nefndarmaður
  Aðalmaður: Þuríður Lilja Valtýsdóttir
 • Óðinn Gíslason nefndarmaður
 • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
 • Pálmi Kristjánsson nefndarmaður
  Aðalmaður: Steinþór Vigfússon
 • Salóme Svandís Þórhildardóttir nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að mál 2303004 - Útsýnispallur í hlíðum Reynisfjalls yrði tekið á dagskrá fundarins
Samþykkt

1.Vegir í náttúru Íslands

1908012

Lögð er fram til umræðu og samþykktar tillaga um flokkun vega í Mýrdalshreppi.
Sveitarfélagið Mýrdalshreppur hefur samhliða gerð aðalskiplags unnið að skráningu vega í Náttúru Íslands skv. lögum um náttúruvernd sem tóku gildi í nóvember 2015 og reglugerðar þar um sem samþykkt var 2018. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að afgreiðslu vegaskrárinnar verði frestað til þess að ráðast megi í víðtækara samráð.
Ástæða frestunar á að skila inn skráningu vega er að sveitarfélagið metur það svo að það hugsmunir séu slíkir að aukið samráð þurfi við stofnanir, landeigendur og aðra hagsmunaaðila. Ferðaþjónusta er stærsta atvinnugrein sveitarfélagsins og því mikið í húfi að vel takist til við gerð vegaskrárinnar í ljósi þess að vegir í náttúru Íslands tryggja í mörgum tilfellum aðgang að vinsælum ferðamannastöðum. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gert verði grein fyrir ákvörðuninni í greinargerð aðalskipulagsins og að neðangreindri verkáætlun verði fylgt við gerð skrárinnar en leggur áherslu á mikilvægi þess að endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins hljóti afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun. Fjárfestingar sveitarfélagsins í innviðum gera ráð fyrir að áfram verði hægt að þróa þjónustu- og íbúðalóðir í samræmi við aðalskipulagið og ekki fæst séð að vegaskráin ætti að vera fyrirstaða fyrir staðfestingu þess.
Verkþættir / Skilagögn
Lýsing og samráð / júlí - ágúst 2023
Breytingaruppdráttur með greinargerð / september 2023
Gögn tilbúin til auglýsingar skv. 1. mgr. 31 gr. SL nr. 123/2010 og kynning á tillögu, samráð. / október - nóvember 2023.
Uppfærsla eftir auglýsingu og tillaga að svörum til þeirra sem gerðu athugasemdir / desember 2023 - janúar 2024
Fullfrágengin gögn tilbúin til yfirferðar Skipulagsstofnunar / febrúar - mars 2024.

2.DSK - Reynir

2211019

Lögð er fram til samþykktar tillaga á deiliskipulagi vegna Reynis. Skipulagið var auglýst frá 22. febrúar til og með 5. apríl 2023 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir sjónarmið deiliskipulagshönnuður vegna athugasemda Vegagerðarinnar og ráðið felur skipulagsfulltrúa að bregðast við því.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
Fylgiskjöl:

3.DSK Bakkar

2201026

Lögð er fram tillaga um deiliskipulag fyrir svæðið Bakkar í þéttbýlinu Vík.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna með þeim breytingum að lóðin Árbraut 4 verði felld út og skipulagsmörk við Víkurbraut 4 og 6 færð 2 metra frá bílskúrum sem standa við lóðamörk og að gert verði ráð fyrir göngustíg milli lóðanna Mýrarbraut 1 og 3. Skipulagsfulltrúa er falið að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
SSÞ situr hjá við afgreiðslu málsins.

4.DSK - Útsýnisstaður við Reynisfjall

2303004

Lögð er fram tillaga um deiliskipulag fyrir við útsýnisstaður við Reynisfjall í þéttbýlinu Vík.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir tillöguna með lítils háttar breytingum vegna skipulagsafmarka og orðalagsbreytinga. Skipulagsfulltrúa er falið að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.DSK - Reynisdalur 2

2305004

Ríkharður Sigurjónsson sækir um leyfi til að láta vinna deiliskipulag fyrir Reynisdal 2.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.

6.Hjörleifshöfði - Skilti

2304016

Victor Berg Guðmundsson f.h. Viking Park Iceland ehf sækir um leyfi fyrir uppsetningu 2,5x1,5m skiltis við Hjörleifshöfða í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð fellst ekki á uppsetningu skiltisins í núverandi mynd þar sem það gerir ráð fyrir krossvegamótum á þjóðvegi 1. Ráðið heimilar uppsetningu á skiltinu með þeirri breytingu að merking um Kötlujökul og Hafursey verði fjarlægð og mælist til þess að aflað verði samþykkis landeiganda.

7.Ytri-Sólheimar - Neyslugeymar eldsneytis

2305002

Guðlaugur Adolfsson f.h. Ferðaskrifstofu Kynnisferða ehf. sækir um leyfi fyrir olíuskilju, neyslugeymum og frágangi þeirra, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráðið heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði framkvæmdaleyfi, þar sem um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Fylgiskjöl:

8.Varnagarðar við Múlakvísl

2305001

Aron Bjarnason f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Varnargarða í Múlakvísl, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði framkvæmdaleyfi skv. umsókninni. Ráðið bendir Vegagerðinni á að huga þurfi að farvegi Múlakvíslarinnar undir og fyrir neðan brúna m.a. til þess að koma í veg fyrir landbrot við Höfðabrekkujökul og þjóðveg 1 vestan við brúna. Skoða mætti í því samhengi að lengja varnargarð sem er sunnan við þjóðveginn.

9.Bakkabraut 6A - Umsókn um stöðuleyfi

2305006

Ásgeir Logi Ísleifsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Bakkabraut 6A, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni.
JÓF situr hjá við afgreiðslu málsins.

10.Urðunarsvæði við Uxafótarlæk - Stöðuleyfi

2305005

Ingjaldur Örn Pétursson f.h. Colas Ísland ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir Ammann malbikunarstöð á urðunarsvæði við Uxafótarlæk, á sama stað og árið 2022.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi.

11.Reynisfjall - klifurbraut og fall

2305003

Samúel Alexandersson og Þráinn Sigurðsson f.h. True Adventure ehf sækja um leyfi til að setja upp klifurbraut og fall vestast í Víkurþorpi, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir nánari lýsingu á því hvernig starfsemin myndi falla að útsýnispallinum m.t.t. aðkomu að klifursvæði, staðsetningu free-fall og afstöðumynd sem gefur glögga mynd af ásýndinni.

Fundi slitið - kl. 12:35.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir