Skipulags- og umhverfisráð

9. fundur 12. apríl 2023 kl. 11:15 - 12:00 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson formaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Steinþór Vigfússon nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.DSK - Skammidalur 2

2301012

Lögð er fram breytt tillaga um nýtt deiliskipulag vegna Skammadals 2.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Presthúsagerði - Beiðni um breytingu staðfangaskrá

2303014

Heiða Dís Einarsdóttir óskar eftir að nafnið Presthúsagerði verði fellt út úr landeignanúmerinu 223908 og í staðinn komi nafnið Prestdalur 2.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

3.Sunnubraut 5 - Umsókn um byggingarleyfi

2302003

Hjörðís Rut Jónsdóttir f.h. Makka ehf. óskar eftir leyfi til að stækka bílskúr við Sunnubraut 5 og breyta jafnframt notkun í eina íbúð, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla ítarlegri gagna og setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Austurvegur 10 - Umsókn um byggingarleyfi

2201015

Guðjón Guðmundsson f.h. Katlatrack ehf. óskar eftir leyfi til að breyta notkun bílskúrs við Austurveg 10 í eina íbúð, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Víkurbraut 22 - Garðhús

2304003

Ívar Páll Bjarmarsson sækir um leyfi fyrir 14m² garðhús við Vikurbraut 22A í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppsetningu garðhúss skv. framlögðum gögnum með fyrirvara um samþykki nágranna.

6.Víkurbraut 32A - Stöðuleyfi

2303013

Haukur Pálmason sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám, í samræmi við framlögð gögn.
Ráðið telur ekki unnt að verða við erindinu en bendir á að hægt er að sækja um á gámasvæði sveitarfélagsins á Smiðjuvegi. Einnig er bent á að sækja skuli um með eyðublaði EBL-210
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 12:00.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir