Skipulags- og umhverfisráð

8. fundur 15. mars 2023 kl. 09:00 - 12:24 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Magnús Örn Sigurjónsson formaður
 • Páll Tómasson nefndarmaður
  Aðalmaður: Þuríður Lilja Valtýsdóttir
 • Óðinn Gíslason nefndarmaður
 • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
 • Pálmi Kristjánsson nefndarmaður
  Aðalmaður: Steinþór Vigfússon
 • Salóme Svandís Þórhildardóttir nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Vor í Vík 2023

2303001

Forstöðukona Kötlusetur kynnir undirbúning Vor í Vík 2023.

2.Vegir í náttúru Íslands

1908012

Lögð er fram til umræðu og samþykktar tillaga um flokkunar vega í Mýrdalshreppi.
Ráðið samþykkir tillöguna með minniháttar breytingum og vísar til staðfestingu í sveitarstjórn.

3.Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033

1908012

Lögð er fram til samþykktar endurskoðun á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033. Skipulagið var auglýst frá 23. janúar 2023 með athugasemdarfresti til 8. mars 2023. Á auglýsingartíma bárust 27 athugasemdir og umsagnir.
Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir og viðbrögð sveitarfélagsins við þeim. Með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir Skipulags- og umhverfisráð aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2023 og vísar tillögunni til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Samþykkt: MÖS, PT, DB, ÓG
JÓF, SSÞ og PK sitja hjá

4.Sjóvarnir í Víkurfjöru

2203006

Lagt fram erindi frá Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að ekki verði horfið frá gerð sjóvarnar á svæðinu. Tillaga Vegagerðarinnar er óljós og ekki liggur fyrir hvernig ætti að standa að niðurrifi húseigna á svæðinu. Vegagerðinni ber skylda skv. lögum um sjóvarnir til þess að verja umrætt svæði og ráðið mælist til þess að stofnunin skoði í framhaldi gerðar flóðvarnargarðs varanlegri lausnir við landrofinu sbr. tillögur sveitarfélagsins um gerð fleiri sandfangara.

5.DSK BR - Hestamannasvæði

2303006

Lögð fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér að skilmálum fyrir hesthúsabyggð er breytt og settir eru skilmálar fyrir reiðhöll.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykktir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv.2. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010.
Ráðið mælist til þess að skoðað verði sérstaklega að sett verði ákvæði í lóðarleigusamninga sem miða að því að snyrtimennsku sé gætt á svæðinu.

6.DSK BR - Mennta- og heilsusvæði í Vík

2303005

Lögð fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér að byggingareiti fyrir sundlaug og sundlaugaraðstöðu er breytt og skilgreind er ný lóð.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykktir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv.2. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010.

7.DSK - Útsýnisstaður við Reynisfjall

2303004

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna útsýnispalls við Reynisfjall.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram og koma með tillögu fyrir næsta fund.

8.DSK BR Pétursey 2

2212002

Lögð fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér að byggingareiti fyrir gistihús er færður til norðurs og verði mögulegt að byggja inna reits gistiíbúðir.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykktir tillöguna með fyrirvara um breytingu á orðalagi og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv.2. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010.

9.DSK - Skammidalur 2

2301012

Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu.
Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Brekkur - Dyrhólaós - Umsókn um stofnun lóðar

2302002

Lagt fram erindi frá Ríkiseignum.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við stofnun landspildunnar eða landskiptin að því gefnu að ekki sé verið að skipta úr óskiptri sameign fleiri aðila en undirrita fyrirliggjandi afmörkun og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.

11.Króktún 9 - Umsókn um byggingarleyfi

2210002

Sótt er um breytingu á byggingarreit.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

12.Bílaplanið við Grafargil - Umsókn um stöðuleyfi

2303007

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu en bendir á að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja varanlegt hús sem fellur inn í umhverfið.

13.Slóðin við Víkurfjöru - Umsókn um stöðuleyfi

2303008

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er skilgreind lóð á umræddu svæði. Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að umsækjendum verði veitt verði stöðuleyfi fyrir færanlegt hús við Víkurbraut 38 á meðan umsækjendur leita að varanlegri lausn.

Fundi slitið - kl. 12:24.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir