Skipulags- og umhverfisráð

6. fundur 11. janúar 2023 kl. 10:30 - 12:05 Leikskálar
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson formaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir nefndarmaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Óðinn Gíslason
  • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Steinþór Vigfússon
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2021-2033

1908012

Margrét Ólafsdóttir kynnir aðalskipulagstillögunna ásamt umhverfisskýrslu sem lögð er fram til samþykktar til auglýsingar eftir brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Margréti fyrir kynninguna og samþykkir að vísa tillögunni til staðfestingar í sveitarstjórn með áorðnum breytingum.
Samþykkt: MÖS, DB, ÞLV, JE
ÓÖ, JÓF og SSÞ sitja hjá

2.Bakkabraut 7 - Niðurrifsleyfi

2210008

Guðrún Kjerúlf Árnadottir óskar eftir niðurrifsleyfi fyrir mannvirki á Bakkabraut 7.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um álit Minjastofnunar Íslands í samræmi við 30.gr. laga um menningarminjar nr.80/2012.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

3.Kirkjuvegur 3-5 og Austurvegur 15-17 - Lóðamörk

2212017

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að lóðamörkum fyrir lóðirnar Kirkjuvegur 3 og 5 og Austurvegur 15 og 17.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa gerð nýrra lóðarleigusamninga á grundvelli nýrra lóðamarka.

Fundi slitið - kl. 12:05.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir