Margrét Ólafsdóttir kynnir aðalskipulagstillögunna ásamt umhverfisskýrslu sem lögð er fram til samþykktar til auglýsingar eftir brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Margréti fyrir kynninguna og samþykkir að vísa tillögunni til staðfestingar í sveitarstjórn með áorðnum breytingum. Samþykkt: MÖS, DB, ÞLV, JE ÓÖ, JÓF og SSÞ sitja hjá
Guðrún Kjerúlf Árnadottir óskar eftir niðurrifsleyfi fyrir mannvirki á Bakkabraut 7.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um álit Minjastofnunar Íslands í samræmi við 30.gr. laga um menningarminjar nr.80/2012. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
3.Kirkjuvegur 3-5 og Austurvegur 15-17 - Lóðamörk
2212017
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að lóðamörkum fyrir lóðirnar Kirkjuvegur 3 og 5 og Austurvegur 15 og 17.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa gerð nýrra lóðarleigusamninga á grundvelli nýrra lóðamarka.
Samþykkt: MÖS, DB, ÞLV, JE
ÓÖ, JÓF og SSÞ sitja hjá