Skipulags- og umhverfisráð

3. fundur 18. október 2022 kl. 09:00 - 12:15 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson formaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
    Aðalmaður: Þuríður Lilja Valtýsdóttir
  • Óðinn Gíslason nefndarmaður
  • Pálmi Kristjánsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Ólafur Ögmundsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Steinþór Vigfússon
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031

2002003

Ólafur Júlíusson f.h. sveitarstjórnar Skaftárhrepps óskar eftir umsögn um tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031. Tillagan er auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr.123/2010 frá og með 19. maí með athugasemdafresti til 30. júní 2022. Hægt er að nálgast skipulagsgögnin á starfænu formi á heimasíðu sveitarfélagsins www.klaustur.is undir stjórnsýsla / auglýsingar v/skipulagsmála.
Skipulags- og umhverfisráð Mýrdalshrepps gerir ekki athugasemd við tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031.

3.DSK Presthúsagerði

2112009

Lögð er fram til samþykktar tillaga að deiliskipulagi vegna Prestshúsagerði eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Minjastofnunar Íslands (MÍ). Skipulagið var auglýst frá 18. maí til og með 1. júlí 2022 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL), Minjastofnun Íslands (MÍ), Náttúrufræðistofu Íslands (NÍ) og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir umsagnir og samþykkir skipulagið. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
PT vék af fundi undir þessum lið.

4.DSK - Efnistaka í sandfjöru austan Víkur

2004005

Efla hf. leggur fram deiliskipulagstillögu vegna efnistöku- og iðnaðarsvæði í landi Fagradals og Víkur.
Málsmeðferð er endurtekin þar sem auglýsing um samþykkt deiliskipulag var ekki birt í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá því að athugasemdafresti lauk vegna deiliskipulagstillögunnar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en að henni verði breytt þar sem nýjar mælingar sýna fram á að efnistökusvæði E1 er ekki lengur til vegna landrofs í fjörunni. Lagt er til að skipulagið nái einungis til byggingarsvæðis vinnslulínu, það sem skilgreint er hluti A í tillögunni.
Ráðið mælist jafnframt til þess að efnistökusvæði E1 verði fellt út úr aðalskipulagi við yfirstandandi endurskoðun.

5.DSK Bakkar

2201026

Lagðar fram til umræðu athugasemdir og umsagnir við skipulagslýsingu á deiliskipulagi fyrir Bakka.

6.Geirholt - Leyfi til að breyta byggingarnotkun

2210010

Ásgeir Ingi Einarsson f.h. S356 ehf. sækir um leyfi til að breyta að hluta til byggingarnotkun mannvirkis við Geirholts úr fjárhúsi í íbúðarhús.
Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í erindi um byggingarleyfi en þar sem aðkoma að vegi liggur yfir aðliggjandi land, er farið fram á að gert verði deiliskipulag skv. grein 2.6. í gildandi aðalskipulagi.

7.Bakkabraut 6A - Umsókn um byggingarleyfi

2003005

Ásgeir Logi Ísleifsson sækir um byggingarleyfi fyrir breytingar við húsið á Bakkabraut 6a, í samræmi við framlögð gögn.
Málsmeðferð er endurtekin þar sem byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu sveitarstjórnar.
Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að inngang í íbúð sem stendur næst götu verði breytt þannig að hann uppfylli byggingarreglugerð, t.a.m. með því að færa hann að svölum að sunnanverðu. Í framhaldinu felur ráðið skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu.

8.Mýrarbraut 14-16

2210009

Ingvar Jóhannesson óskar eftir byggingarleyfi fyrir raðhúsi með fjórum íbúðum að Mýrarbraut 14-16, í samræmi við framlagð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að lögð verði fram afstöðumynd í samræmi við bókun 287. fundar skipulagsnefndar. Í framhaldinu felur ráðið skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu.

9.Hönnun nýrrar líkamsræktar - New gym design

2209027

Í samræmi við tillögu enskumælandi ráðs er óskað eftir að skipulags- og umhverfisráð tilnefni einstakling í hönnunarteymi nýrrar líkamsræktarstöðvar.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir tillöguna og tilnefnir Jón Ómar Finnsson í hönnunarteymið.

10.Mánabraut 2 til 14 og Sunnubraut 1 til 13 - Lóðamörk

2210011

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að lóðamörkum fyrir lóðirnar Mánabraut 2 til 14 og Sunnubraut 1 til 13.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa gerð nýrra lóðarleigusamninga á grundvelli nýrra lóðamarka.

11.Gjaldskrár 2023

2209032

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram tillögu að gjaldskrá fyrir þjónustu, leyfisveitingar og afgreiðslu skipulags- og byggingarmála í Mýrdalshreppi.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við tillöguna og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir