Skipulags- og umhverfisráð

1. fundur 12. ágúst 2022 kl. 09:00 - 11:10 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson formaður
  • Jónas Erlendsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Þuríður Lilja Valtýsdóttir
  • Gunnar Sveinn Gíslason nefndarmaður
    Aðalmaður: Óðinn Gíslason
  • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson nefndarmaður
    Aðalmaður: Salóme Þóra Valdimarsdóttir
  • Steinþór Vigfússon nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Erindisbréf nefnda

2208002

Lögð fram til kynningar drög að erindisbréfi fyrir Skipulags- og umhverfisráð.
Skipulags- og umhverfisráð vísar erindisbréfi til staðfestingar sveitarstjórnar.

2.END ASK Myrdalshrepps 2019-2031

1908012

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu um að íbúafundur til kynningar á tillögu aðalskipulagi Mýrdalshrepps verði haldinn vikuna 34-35.
Samþykkt að íbúafundur verði haldinn miðvikudaginn 24. ágúst kl. 20:00.
Sveitarstjóri víkur af fundi.

3.ASK BR Ytri-Sólheimar 1, 1a og lóð

2105021

Lögð er fram til samþykktar tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna Ytri-Sólheimar 1, 1a og lóð. Aðalskipulags breytingin felst í stækkun verslunar- og þjónustusvæðis V26, gisti- og ferðaþjónusta, úr 1,2 ha í 4,77 ha. Nýtingarhlutfall verður 0,1 og þar af leiðandi verður heimild fyrir allt að 4.770 m² byggingarmagni.
Skipulagið var auglýst frá 9. desember 2021 til og með 22. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun (UST), Minnjastofnun Íslands (MÍ), Veðurstofa Íslands (VÍ) og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands(HSL).
Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir umsagnir og samþykkir skipulagið.
Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.

4.ASK BR - Ferðaþjónusta við Sólheimajökul (Sólheimajökulsmelar)

1801005

Lögð er fram til samþykktar tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna Sólheimajökulsmela. Breytingin snýr að því að verslunar- og þjónustusvæði V21, Ferðaþjónusta við Sólheimajökul, er breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði, AF1 og svæðið er stækkað úr 1 ha í 5,5 ha.
Skipulagið var auglýst frá 3. nóvember 2021 til og með 17. desember 2021. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Forsætisráðuneyti (FOR), Umhverfisstofnun (UST), Minnjastofnun Íslands (MÍ), Veðurstofa Íslands (VÍ), Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands(HSL).
Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og leggur til við sveitarstjórn að kallaður verði saman fundur með sveitarstjórn, landeigendum og almannavörnum til að ræða framhaldið.

5.DSK Ytri-Sólheimar 1, 1A og lóð

2111014

Lögð er fram til samþykktar tillaga um nýtt deiliskipulag vegna Ytri-Sólheima 1, 1a og lóð.
Skipulagið var auglýst frá 9. desember 2021 til og með 22. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun (UST), Minjastofnun Íslands (MÍ), Veðurstofu Íslands (VÍ) og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL).
Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir umsagnir og samþykkir skipulagið.
Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.

6.DSK BR - Ferðaþjónusta við Sólheimajökul (Sólheimajökulsmelar)

2109025

Lögð er fram til samþykktar tillaga að breyttu deiliskipulagi við Sólheimajökul.
Skipulagið var auglýst frá 3. nóvember 2021 til og með 17. desember 2021. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Forsætisráðuneyti (FOR), Umhverfisstofnun (UST), Minnjastofnun Íslands (MÍ), Veðurstofa Íslands (VÍ), Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands(HSL).
Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og leggur til við sveitarstjórn að kallaður verði saman fundur með sveitarstjórn, landeigendum og almannavörnum til að ræða framhaldið.
Sveitarstjóri kemur aftur inn á fund.

7.DSK - Hesthúsasvæði

2106037

Lögð er fram til samþykktar tillaga um deiliskipulag hesthúsasvæðis. Deiliskipulagið nær yfir tæpa 8 ha. við Kötlugarðinn austast í Vík og tekur til nýs hesthúsasvæðis fyrir átta hesthús og keppnissvæði.
Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands (MÍ), Slökkviliðinu Vík, Veðurstofu Íslands (VÍ), Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL).
Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir umsagnir og samþykkir skipulagið.
Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
Samþykkt: GSG, MÖS, JE, DB
Á móti: JÓF, ÓÖ, SV

8.DSK Bakkar

2201026

Lögð er fram deiliskipulagslýsing fyrir svæðin Bakka og Fitina í þéttbýlinu Vík.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir lýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

9.Víkurbraut 14 - sólstofa

2207002

Guðrún Jóhannesdóttir og Jón Þorsteinsson sækja um leyfi fyrir viðbyggingu (sólstofu) við íbúðarhús að Víkurbraut 14, í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
MÖS vék af fundi við afgreiðslu næsta liðar. DB tók við stjórn fundarins.

10.Sunnubraut 25 - Skjólveggur, girðing og garðhús

2206027

Guðbjörn Óli Eyjólfsson sækir um leyfi fyrir girðingu, skjólvegg og garðhús við Sunnubraut 25 í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppsetningu girðingar og færslu garðhúss innan lóðar skv. framlögðum gögnum.
GSG vék af fundi.

11.Suðurvíkurvegur 5 - Umsókn um stækkun lóðar

2208006

Æsa Guðrúnardóttir f.h. Gistiheimilið Norður-Vík ehf sækir um stækkun lóðarinnar Suðurvíkurvegi 5, í samræmi við framlagð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að lóðamörk verði færð frá vestri til austurs þannig að koma megi fyrirhuguðu þvottahúsi fyrir á lóðinni án þess að lóðin verði stækkuð.
GSG víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

12.Suðurvíkurvegur 5 - Umsókn um byggingarleyfi

2208005

Æsa Guðrúnardóttir f.h. Gistiheimilið Norður-Vík ehf óskar eftir leyfi til að byggja þvottahús á Suðurvíkurvegi 5, í samræmi við framlagð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
GSG kom aftur inn á fundinn.

13.Suðurvíkurvegur 3 - Umsókn um byggingarleyfi

2208007

Árni Jóhannsson f.h. Víkurdeild Rauda krossins á Ísl sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við Suðurvíkurvegi 3, í samræmi við framlagð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti viðbygginguna, í samræmi við framlögð gögn.
Fylgiskjöl:

14.Víkurbraut 11 og 11A

2207013

Erindi frá Ester Guðlaugsdóttur vegna Víkurbrautar 11 og 11A. Óskað er eftir því að sett verði upp vegrið norðan megin við fasteignina á Víkurbraut, vegna hættu á að bifreið gæti keyrt út af veginum og lent á húsinu.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti uppsetningu á lágreistri girðingu á kostnað húseigenda með þeim fyrirvara að áætlað er að gangstétt verði lögð við götuna og girðingin á þeim tíma fjarlægð. Staðsetning girðingar verði ákveðin í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir