Lagt fram erindi vegna eigenda fasteigna á Smiðjuvegi.
Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur Kötlu jarðvangs kom á fundinn og fór yfir stöðuna vegna landrofs í Víkurfjöru.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að eigendum fasteigna við Austurveg H1, H2 og H3 fái skika til afnota austan Víkurkletts þar sem heimilt verði að koma upp tímabundinni aðstöðu í stað þeirrar sem er á Austurvegi. Gerður verði tímabundinn samningur til þriggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára og sett ákvæði um að sveitarfélagið beri ekki kostnað vegna samningsins. Skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að leggja afstöðumynd og drög að samningi fyrir sveitarstjórn.
2.ASK BR - Ytri-Sólheimar 1a
2506006
Lögð er fram til samþykktar lýsing á breytingu aðalskipulags Mýrdalshrepps fyrir Ytri-Sólheimar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.DSK ÓBR Austurhluta Víkur, íbúðar-, verslunar-, afhafna- og iðnaðarsvæði
2508005
Lögð er fram tillaga um óverulega breytingu á deiliskipulagi Austurhluta Víkur, , íbúðar-, verslunar-, afhafna- og iðnaðarsvæði.
Verið er að skipta skipulagssvæðinu upp í þrjú minni skipulagssvæði og með gildistöku nýrra deiliskipulagsáætlana. Breytingin telst það óveruleg að ekki er talin þörf á að grenndarkynna hana.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð er fram til umræðu athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags iðnaðarsvæðis í Vík.
Breyting hefur verið gerð á deiliskipulagi austurhluta sjá lið 4. að öðru leyti eru skipulagsgögn óbreytt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að sveitarstjórn taki athugasemdir til umræðu og samþykki að senda gögn til Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Yggdrasill Carbon óskar eftir framkvæmdaleyfi til skógræktar á landi Heiði í Mýrdal L163110.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu framkvæmdaleyfis verði frestað þar sem skógræktin er ekki í samræmi við gildandi aðalskiplag en til þess að heimila framkvæmdina þá þurfa framkvæmdaraðilar að óska eftir breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 þar sem skilgreina þarf skógræktina sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Ráðið bendir á að á umræddu landi er þjóðleið sem áfram skal vera opin. Fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur nærri mörkum annarra jarða og því er mikilvægt að merkjalýsing liggi fyrir.
9.Austurvegur 20 - Umsókn um uppsetningu á girðingu
2508004
Lóðarhafar lóðarinnar Austurvegur 20 óska eftir því að setja upp girðingu á hluta lóðarmarka við lóðina Austurvegur 20 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.
Ráðið fellst ekki á uppsetningu girðingarinnar að svo stöddu. Fyrirhuguð er gerð gangstéttar á mörkum lóðarinnar og þökulögn á svæðinu í kring. Berist umsókn aftur um uppsetningu girðingar mælist ráðið til þess að með fylgi ásýndarmyndir til að meta megi áhrif á umhverfið í kring. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að sá hluti sem þegar hefur verið afgirtur fái að standa vegna öryggis vegfarenda við þjóðveg 1 að því gefnu að tryggt verði svigrúm til framkvæmda við nýja gangstétt í samræmi við skipulag, en bendir einnig á að afla þarf samþykkis Vegagerðarinnar. Lóðarhafa er bent á að hafa samráð við skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa um framhaldið.
AHÓ sat hjá við afgreiðslu málsins.