Skipulags- og umhverfisráð

23. fundur 16. ágúst 2024 kl. 09:00 - 10:38 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Gunnar Sveinn Gíslason Nefndarmaður
    Aðalmaður: Þuríður Lilja Valtýsdóttir
  • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Salóme Svandís Þórhildardóttir
  • Pálmi Kristjánsson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2023-2043

2408014

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2023-2043. Um er að ræða endurauglýsingu á tillögu sem var síðast auglýst árið 2022 en hefur tekið nokkrum breytingum síðan þá.



https://skipulagsgatt.is/issues/2024/873

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við auglýst aðalskipulag.

2.ASK BR - Höfðabrekka

2312002

Lögð er fram til samþykktar lýsing á breytingu aðalskipulags Mýrdalshrepps fyrir Höfðabrekku.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.DSK Geirsholt og Þórisholt land

2210010

Lögð er fram til samþykktar tillaga á deiliskipulagi fyrir Geirsholt og Þórisholt land í Mýrdal eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Vegagerðinni. Skipulagið var auglýst frá 24. apríl til og með 4. júní 2024 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Veðurstofa Íslands, Slokkviliðs Mýrdalshrepps, Umhverfisstofnun Íslands, Rarik og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.

4.DSK Hestamannasvæði

2408015

Lögð er fram tillaga um nýtt deiliskipulag fyrir hestamannasvæði í Vík.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Efnistaka á Kötlutanga - framkvæmdaleyfi v.E14

2408017

Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á sandi á næstu 15 árum úr Höfðafjöru (E14).
Skipulags- og umhverfisráð telur ekki unnt að veita framkvæmdaleyfi að svo stöddu. Eins og áður hefur komið fram í umsögn ráðsins, liggur ekki fyrir leyfi hlutaðeigandi landeigana fyrir umferð eða vegagerð um það land sem akstursleið er skilgreind á. Jafnframt þarf að kanna afstöðu Vegagerðarinnar ef opna þarf nýja vegtengingu við þjóðveg 1. Óskað er frekari upplýsinga frá umsóknaraðila áður en að umsóknin verður tekin fyrir aftur.

6.Austurvegur 18

2311015

G. Oddur Víðisson f.h. Festi sækir um breytingu á byggingarreit að lóð Austurvegi 18 (163285).
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að umsókninni verði frestað þar til fyrir liggur tímaáætlun af hálfu lóðarhafa um framkvæmdir og upplýsingar um fyrirhugaðan rekstur og nýtingu á lóðinni. 5 ár eru liðin frá því að lóðarhafi fékk stækkun til suðurs en engar framkvæmdir eru hafnar og fyrirliggjandi umsókn er umtalsverð breyting frá fyrri áformum sem rætt hefur verið um. Sé ekki skýr vilji lóðarhafa að hefja framkvæmdir á lóðinni innan 12 mánaða telur ráðið eðlilegt að skoða innköllun á þeim hluta sem ekki eru mannvirki á.

7.Eystri-Sólheimar (163012) - umsókn um stofnun lóðar

2408018

Ólafur Helgi Guðgeirsson óskar eftir að stofna sumarhúsalóð í landinu Eystri-Sólheima.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar Hraunalág.

8.Löð fyrir dreifistöð (við Austurvegi 20)

2408016

Instavolt Iceland ehf. óskar eftir landskika um 20m² (4x5m) til þess að hýsa nýja dreifistöð Rarik ohf.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við að RARIK verði úthlutuð lóð fyrir dreifistöð, sunnan lóðarmarka Austurvegar 18 og 20. Skipulagsfulltrúa falið að leggja fram drög að lóðarblaði.

9.Víkurbraut 19 - Umsókn um byggingarleyfi

2408011

Vígfús Halldórsson f.h. Gísla Daníel Reynissonar sækir um leyfi til að breyta notkun bílskúrs við Víkurbraut 19 í eina íbúð, í samræmi við framlögð gögn.
ÓG og GSG véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið mælist til þess að bílastæði á lóðinni verði skilgreind með vísan í skilmála skipulags um fjölda bílastæða fyrir íbúðir.
Fylgiskjöl:

10.Fagridalur 2 - stöðuleyfi

2406027

LavaConcept ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 20ft. starfsmannagám við vinnslustöðina á landi Fagradals 2.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar umsókninni og vísar til kafla 4.6 í greinargerð deiliskipulags svæðisins.

11.Vegur um Mýrdal

2012013

Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslu Vegagerðarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að sveitarstjórn fundi með Vegagerðinni í framhaldi álits Skipulagsstofnunar en vísar að öðru leyti í umsögn sveitarfélagsins við matsskýrslu Vegagerðarinnar.

Fundi slitið - kl. 10:38.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir