Lögð er fram til samþykktar lýsing á breytingu aðalskipulags Mýrdalshrepps fyrir Litlu-Hóla.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð er fram til samþykktar breyting á deiliskipulagi Garðar og Reynisfjara eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Umhverfisstofnunar Íslands og Vegagerðarinnar. Skipulagið var auglýst frá 14. mars til og með 24. apríl 2024 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun Íslands og Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
Lögð er fram tillaga um deiliskipulag fyrir svæðið Bakkar í þéttbýlinu Vík eftir að búið er að bæta við skuggavarpi bygginga við Bakkabraut 8 og Mýrarbraut 1-3.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Deiliskipulag í Vík
2201016
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að skiptingu þéttbýlissvæðisins í Vík.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna með þeirri breytingu að lóðirnar Smiðjuvegur 8 og 10 verði teknar undir Austurhluta skv. fyrirliggjandi tillögu.