Skipulags- og umhverfisráð

20. fundur 12. apríl 2024 kl. 09:00 - 11:11 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
 • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
 • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Nefndarmaður
 • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
 • Ólafur Ögmundsson Nefndarmaður
  Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
 • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
 • Pálmi Kristjánsson Nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.ASK BR - Litlu-Hólar

2404008

Eva Dögg Þorsteinsdóttir f.h. eigenda Litlu-Hóla óskar eftir breytingu Aðalskipulagi Mýrdalshrepps þar sem á jörðinni Litlu-Hólum verði skilgreint 1 ha. verslunar- og þjónustusvæði.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að aðalskipulagsbreytingin verði unnin af sveitarfélaginu.

2.DSK ÓBR Austurhluta Víkur

2106029

Lögð er fram tillaga um óverulega breytingu á deiliskipulagi Austurhluta Víkur.
Ráðið samþykktir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010.

3.DSK - Þ6 Tjaldsvæði

2210006

Lögð er fram til kynningar tillaga um deiliskipulag fyrir tjaldsvæði í Vík og nærumhverfi.
A-listi vill benda á að ganga þarf frá samningum/samkomulagi við rekstraraðila tjaldsvæðisins í Vík og Golfklúbbinn í Vík áður en farið er í framkvæmdir og breytingar á þessu svæði. Við teljum að það þyrftu að liggja fyrir einhverskonar framkvæmda-, kostnaðar- og verkáætlanir varðandi breytingar ná báðum svæðum áður en skipulag er samþykkt.
Sveitarstjóri óskar bókað: Gert hefur verið ráð fyrir fjármagni á fjárhagsáætlun fyrir gerð bölta til að afmarka tjaldsvæði og vinna að nauðsynlegum breytingum á golfvellinum og færslu á aðstöðu golfklúbbsins. Sveitarstjóri tekur athugasemdina til greina og mun í samstarfi við skipulags- og byggingarfulltrúa upplýsa alla hlutaðeigandi um fyrirhugaðar framkvæmdir og tímalínu.

4.DSK BR - Ferðaþjónusta við Sólheimajökul (Sólheimajökulsmelar)

2109025

Björn Sveinsson f.h. Loðmundar landeigendafélags ehf. sækir um leyfi til að breyta deiliskipulagi við Sólheimajökul (Sólheimajökulsmelar).
Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.

5.DSK BR - Ferðaþjónusta við Sólheimajökul (Sólheimajökulsmelar)

2109025

Lögð er fram tillaga að breytingu deiliskipulags við Sólheimajökul (Sólheimajökulsmelar)
Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.DSK Litli-Hvammur

2404010

Guðmundur Sigþórsson sækir um leyfi til að hefja deiliskipulagsvinnu við Litla-Hvamm (L173920).
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.

7.DSK Litli-Hvammur

2404010

Lögð er fram tillaga um nýju deiliskipulagi fyrir Litla-Hvamm (L173920).
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.DSK Bakkar

2201026

Lögð er fram tillaga um breytingu skilmála deiliskipulags fyrir hverfið Bakkar í Vík.
Ráðið óskar eftir því að gerð verði þrívíddarmynd sem sýni hvernig svæðið mun líta út miðað við breytta skilmála samkvæmt umsókn.

9.Umsókn um stofnun lóðar undir lífdíselframleiðslu

2404009

Gísli Daníel Reynisson f.h. 0rkusjálfbærni ehf. óskar eftir stofnun lóðar undir lífdíselframleiðslu, í samræmi við framlögð gögn.
ÓG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umrætt land er ekki í eigu sveitarfélagsins og því er ekki unnt að verða við erindinu.
Skipulags- og umhverfisráð bendir umsækjanda á að lausar eru lóðir sem gætu hentað fyrir starfsemina á Smiðjuvegi í Vík, en leggur áherslu á að afla þarf tilskilinna starfsleyfa áður en hægt er að hefja starfsemina.

10.Golfvöllur

2102034

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu um lóð fyrir golfklúbbinn.
Ráðið samþykkir stofnun lóðarinnar en leggur til að hún verði stækkuð miðað við framlögð gögn um 10 metra til austurs, 5 metra til norðurs og til suðurs að vegslóða.

11.Minnisvarði við Hjörleifshöfða

2404011

Lagt fram erindi frá Víking Park Iceland ehf.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að stytta verði sett upp en óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhugað útlit og staðsetningu áður en leyfi verður gefið.
Ráðið telur ekki forsendur til þess að styrkja verkefnið sérstaklega.

12.Leiksvæði fyrir börn og fjölskyldur

2403003

Lagðar fram niðurstöður úr könnun sem íbúum var boðið að taka þátt í.
Lagt fram til kynningar en málið verður tekið fyrir á næsta vinnufundi ráðsins til frekari úrvinnslu.

13.Erindi stýrihópi heilsueflandi samfélag

2308004

Lagt fram erindi frá stýrihópi heilsueflandi samfélags.
Samþykkt var samhljóða að Salóme Svandís Þórhildardóttir yrði fulltrúi ráðsins í stýrihópi heilsueflandi samfélags.

14.Austurvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging

2109021

Uppfærðar teikningar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:11.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir