Skipulags- og umhverfisráð

17. fundur 12. janúar 2024 kl. 09:00 - 10:30 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Steinþór Vigfússon Nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

2105007

Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við svæðisskipulag Suðurhálendisins.

2.ASK BR VÞ6

2310010

Lögð er fram tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Breytingin snýr að landnotkunarbreytingu fyrir svæði ÍB7, VÞ6 og S6.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

3.ASK ÓBR v. Hjörleifshöfða

2401003

Lögð er fram til samþykktar óveruleg breyting á texta greinagerðar aðalskipulags Mýrdalshrepps varðandi AT14 - Hjörleifshöfði.
Ráðið samþykkir breytinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda gögnin til Skipulagsstofnunar og ljúka málinu.

4.DSK - Hjörleifshöfði

2311007

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Hjörleifshöfða.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.DSK - Fellsmörk

2401005

Sverrir Bollason f.h. Skógræktarfélags Reykjavíkur sækir um leyfi til að hefja deiliskipulagsvinnu í Fellsmörk, svæði sem markast af Felli og Keldulandi.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að unnið verði skipulag fyrir svæðið.

6.Bakkabraut 7 - Byggingarleyfi

2301013

Guðrún Árnadóttir sækir um leyfi til að hækka hámarks byggingarmagn á lóðinni L163149 Bakkabraut 7, frá 180 m² allt að 220 m². Fyrirhuguð stækkun hefur engin áhrif á nágranna, þar sem í þessu tilfelli verður einungis bætt við aukarými í kjallara.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

7.Göngustígur frá kirkju að kirkjugarði

2312009

Lagðar fram tillögur að göngustíg frá kirkju áð kirkjugarði.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin frekari útfærsla á málinu í samræmi við umræður fundarins.

8.Stöðuleyfi - Guðlaugsblettur

2401006

Sara Ósk Rúnarsdóttir og Daniel Janos Balogh sækja um stöðuleyfi fyrir matarvagn við Víkurbraut (Guðlaugsblettur), í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er fyrir hendi skipulagt svæði fyrir matarvagna á Guðlaugsbletti. Ráðið hefur áður heimilað fyrir sitt leyti stöðuleyfi þar sem umsækjendur hafa í samstarfi við aðra lóðarhafa getað sýnt fram á nauðsynlega aðstöðu fyrir starfsemina.

9.Efnistaka á Mýrdalssandi

2108004

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun um umhverfismatsskýrslu vegna efnistöku í Höfðafjöru.

https://skipulagsgatt.is/issues/2023/911Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda inn umsögn við málið sem tekur mið af fyrri umsögn sveitarfélagsins um matsáætlun sem var send Skipulagsstofnun 15. febrúar 2023, en ekki hefur verið brugðist við þeim athugasemdum sem þar komu fram.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir