Skipulags- og umhverfisráð

16. fundur 08. desember 2023 kl. 09:00 - 09:45 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Nefndarmaður
  • Óðinn Gíslason Nefndarmaður
  • Ólafur Ögmundsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.ASK BR - Höfðabrekka

2312002

Bernhard Bogason f.h. Katla eignarhaldsfélag ehf. sækir um leyfi til að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033, sem og að hefja deiliskipulagsvinnu í samræmi við aðalskipulagsbreytingu.

Breytingin felur í sér skilgreiningu á nýju íbúðarsvæði og samhliða gerð deiliskipulags við Höfðabrekku.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið, en aðalskipulagsbreytingin verði unnin af sveitarfélaginu.

2.DSK - Pétursey 2B

2311028

Gunnþór Bergsson f.h. Vestri-Pétursey ehf. sækir um leyfi til að láta vinna deiliskipulag fyrir Pétursey 2B þar sem fyrirhugað er að byggja lausagöngufjós með mjaltaþjóni.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið en telur að grenndarkynning ætti að vera fullnægjandi fyrir fyrirhugaða framkvæmd.

3.DSK - Hesthúsasvæði

2106037

Umfjöllum um endurskoðun á deiliskipulagi hesthúsasvæðisins.
Ráðið samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi og aðalskipulagi sem miðar að færslu á svæðinu til austurs. Ráðið telur að um óverulegar breytingar sé að ræða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

4.Ránarbraut 1 - umsókn um byggingarleyfi

2312001

Falk Krüger f.h. Pís ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir Ránarbraut 1 í samræmi við framlögð gögn.
Afgreiðslu málsins frestað.

5.Mánabraut 32 - umsókn um stöðuleyfi

2311027

Gunnar Sveinn Gíslason sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Mánabraut 32.
ÓG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir