Skipulags- og umhverfisráð

13. fundur 08. september 2023 kl. 09:00 - 10:25 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Nefndarmaður
  • Jónas Erlendsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Óðinn Gíslason
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Pálmi Kristjánsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Steinþór Vigfússon
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.DSK BR - Efnisvinnslusvæði við Vík

2306008

Lögð er fram til samþykktar breyting á deiliskipulagi efnisvinnslusvæðis við Vík eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Skipulagið var auglýst frá 28. júní til og með 8. ágúst 2023 og bárust engar athugasemdir en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun Íslands, Rarik og Vegagerðinni.
JE vék af fundi við afgreiðslu málsins
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.

2.Steig - ASK BR og DSK

2308028

Steinþór Vigfússon f.h. Háaskjól ehf sækir um leyfi til að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033, sem og að hefja deiliskipulagsvinnu í samræmi við aðalskipulagsbreytingu. Breytingin felur í sér stækkun verslunar- og þjónustusvæðis fyrir Steig, breytta landnotkunnarflokkun fyrir jörðina, skilgreiningu nýs frístundasvæðis og samhliða gerð deiliskipulag.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að unnið verði skipulag fyrir svæðið, en að aðalskipulag verði unnið af sveitarfélaginu.

3.Brekkur og Ás - ASK BR DSK BR

2308029

Margrét Ebba Harðardóttir f.h. Hótel Dyrhólaey ehf. sækir um leyfi til að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033, sem og að hefja deiliskipulagsvinnu í samræmi við aðalskipulagsbreytingu. Breytingin felur í sér stækkun verslunar- og þjónustusvæðis fyrir Ás og Hótel Dyrhólaey, skilgreiningu nýs íbúðarsvæðis og samhliða breytingu á núverandi deiliskipulag.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að unnið verði skipulag fyrir svæðið, en að aðalskipulag verði unnið af sveitarfélaginu.

4.Austurvegur 4 og 6 - Lóðamörk

2308019

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að lóðamörkum fyrir lóðirnar Austurvegur 4 og 6.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti framlögð lóðarblöð.

5.Sunnubraut 18 - Umsókn um byggingarleyfi

2308023

Drífa Bjarnadóttir f.h. Lindarfiskur ehf. sækir um leyfi til að stækkunar og breytingar á notkun fiskvinnsluhúss (mhl.02) við Sunnubraut 18, í samræmi við framlögð gögn.
DB vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð leggst ekki gegn því að starfsemi hússins verði breytt og það stækkað. Ráðið mælist hins vegar til þess að nákvæm hönnunargögn verði lögð fram aftur til umfjöllunar og leggur áherslu á að hönnun og útlit hússins taki mið af umhverfinu. Eðlilegt er að horfa til þess sérstaklega hvernig stækkunin gæti litið út í tengslum við endurbyggingu Halldórsbúðar. Þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir er í framhaldinu nauðsynlegt að grenndarkynna stækkunina.

6.Króktún 9 - Umsókn um byggingarleyfi

2210002

Jón Stefán Einarsson f.h. Þórey Richard Úlfarsdóttir óskar eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Króktún 9 þannig að reykháfur geti orðið 0,6 m yfir heimilaðri hámarkshæð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

7.Króktún 13 - Byggingarleyfi

2306011

Jón Stefán Einarsson f.h. Þorgerði Gísladóttir óskar eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Króktún 13 þannig að hámarksbyggingarmagn verði 286 m². Ástæða stækkunarinnar er stærð kjallara og B rými undir svölum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

8.Ránarbraut 17 - leikskóla - byggingarleyfi

2108013

Lagðar fram aðalteikningar nýs leikskóla í Vík.
JÓF vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að gefið verði út byggingarleyfi.

9.Plan undir klæðingarefni

2309003

Skúli Steinsson f.h. Verk og Tæki ehf. óskar eftir plani fyrir austan Vík undir klæðningarefni sem þjónustar Vegagerðinni. Áætlað er að hafa um 2.000m³ haug af efni með 8-16mm kornastærð næstu 3 ár.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að gefið verði út stöðuleyfi fyrir klæðningarefninu innan girðingar á urðunarstað við Uxafótarlæk til árs.

10.Kaldrananes - Niðurrifsleyfi

2309001

Steinþór Vigfússon f.h. Hótel Dyrhólaey ehf. óskar eftir niðurrifsleyfi fyrir fjós (mhl.04) og hlöðu (mhl.07) við Kaldrananes.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina.

11.Brekkur 3 - Niðurrifsleyfi

2309002

Steinþór Vigfússon f.h. Hótel Dyrhólaey ehf. óskar eftir niðurrifsleyfi fyrir fjós (mhl.16) og véla- og verkfærageymslu (mhl.18) við Brekkur 3.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki eigenda.

12.Golfvöllurinn Vík - Umsókn um stöðuleyfi

2308021

Holly Keyser f.h. Skool Beans ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagn við golfvöllinn í Vík.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina með fyrirvara um að krafa kann að vera gerð um að matarvagninn verði færður með 60 daga fyrirvara vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á svæðinu.

13.Sjóvarnir í Víkurfjöru - núverandi ástaða sandfangara austan Víkur

2203006

Lagt fram til kynningar og umræðu.
Skipulags- og umhverfisráð skorar á Vegagerðina að ráðast í viðgerðir á eystri sandfangara í Vík vegna rofs sem hefur orðið á garðinum á tveimur stöðum í samræmi við loftmyndir. Veruleg hætta er á því að rof haldi áfram og rjúfi garðinn sem gæti orðið til þess að hann hverfi allur á skömmum tíma.
Skipulags- og umhverfisráð vísar til 8. gr. laga nr. 28/1997 um sjóvarnir sem kveður á um að ríkið beri kostnað af vörnum sem stöðva landbrot, sem stofnar mannvirkjum í eigu ríkisins í hættu. Þar sem húsnæði Vegagerðarinnar er næst umræddum garði skal kostnaður við verkefnið greiðast úr ríkissjóði.
Ráðið leggur til að óskað verði eftir fundi með innviðaráðherra í því augnamiði að hraða málinu eins og kostur er.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir