Fræðslunefnd Mýrdalshrepps

260. fundur 13. apríl 2021 kl. 16:00 - 17:45 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Anna Huld Óskarsdóttir formaður
  • Salóme Þóra Valdimarsdóttir nefndarmaður
  • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
  • Karl Pálmason nefndarmaður
Starfsmenn
  • Sveinn Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Elín Einarsdóttir og Victoria Reinholdsdóttir koma inná fundinn.

1.Skýrsla skólastjóra Víkurskóla og skóladagatal 2021-2022

2104008

Skólastjóri Víkurskóla fer yfir málefni skólans og kynnir drög að skóladagatali 2021-2022 og Skólapúlsinn, foreldrakönnun. Skólastjóri óskar eftir því að dægradvölin verði lokuð á starfsdögum til þess að allir starfsmenn skólans geti tekið þátt í þeirri vinnu sem fer fram á þessum dögum. Í máli skólastjóra kom líka fram að lítil aðsókn sé að dægradvölinni á starfsdögum.
Fræðslunefnd samþykkir drög að skóladagatali grunnskólans fyrir skólaárið 2021-2022 og lýsir ánægju með niðurstöður foreldrakönnunarinnar og fagnar því að vinna sé hafin ti lúrbótaí þeim atriðum sem könnunin bendir til að þurfi að laga.
Elín Einarsdóttir og Victoria Reinholdsdóttir víkja af fundi.

2.Skýrsla skólastjóra Tónskólans og drög að skóladagatali 2021-2022.

2104009

Fræðslunefnd frestar umfjöllun um málið vegna forfalla Tónskólastjóra.
Dagný Rut Grétarsdóttir og Edit Ujhelyi koma inna fundinn.

3.Skýrsla skólastjóra Mánalands og drög að skóladagatali 2021-2022.

2104010

Skólastjóri leikskólans Mánalands fer yfir málefni skólans og kynnir drög að skóladagatali 2021-2022.
Fræðslunefnd samþykkir drög að skóladagatali leikskólans með fyrirvara um fjölda starfsdaga.
Dagný Rut Grétarsdóttir og Edit Ujhelyi yfirgefa fundinn.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir