Fræðslunefnd Mýrdalshrepps

261. fundur 15. júní 2021 kl. 16:00 - 17:45 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Anna Huld Óskarsdóttir formaður
  • Salóme Þóra Valdimarsdóttir nefndarmaður
  • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
  • Karl Pálmason nefndarmaður
Starfsmenn
  • Sveinn Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • Hjördís Rut Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Elín Einarsdóttir skólastjóri kemur inná fundinn.

1.Skýrsla skólstjóra, ytra mat og skólapúlsinn nemendakönnun

2106033

Skólastjóri fer yfir málefni skólans, hún kom inná það að smíðakennsla hæfist á næsta hausti. Skólastjóri kom einnig inná að nemendakönnun skólapúlsins og ytra matið hafi heilt yfir komið vel út.
Fræðslunefnd þakkar Elínu fyrir og lýsir yfir ánægju með að smíðakennsla fari af stað á næsta skólaári.
Elín yfirgefur fundinn.
Brian R. Haroldsson Tónskólastjóri kemur inná fundinn

2.Skýrsla Tónskólastjóra

2106035

Skólastjóri fór yfir málefni Tónskólans, tveir umsækjendur eru um stöðu kennara við skólann í haust, það eru kennarar sem voru við störf á s.l. vorönn. Einnig kom fram að til stendur að senda út auglýsingu um forskráningu í Tónskólann fyrir næsta haust á næstu vikum. Skóladagatal Tónskólans lagt fram til samþykktar.
Fræðslunefnd þakkar Brian fyrir og samþykkir skóladagatal Tónskólans.
Brian yfirgefur fundinn.
Dagný Rut Grétarsdóttir leikskólastjóri kemur inná fundinn

3.Skýrsla leikskólastjóra og skóladagatal

2106034

Leikskólastjóri fer yfir mál leikskólans. Í máli leikskólastjóra kemur fram að starfsfólk vantar á leikskólann. Í dag eru tveir á biðlista og biðlisti er að lengjast. Leikskólastjóri leggur fram skóladagatal með áorðnum breytingum þar sem lagt er til að starfsdagar, að meðtöldu haustþingi, verði 6,5.
Fræðslunefnd samþykkir skóldagatalið. Dagný Rut lætur af störfum í sumar, fræðslunefnd þakkar henni fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Dagný Rut yfirgefur fundinn.

4.Önnur mál - Skólar á grænni grein.

2106036

Grænfánaverkefnið Skólar á grænni grein lagt fram til kyningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir