Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

8. fundur 11. maí 2023 kl. 09:00 - 11:10 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Þorgerður H. Gísladóttir formaður
 • Björn Þór Ólafsson nefndarmaður
 • Kristín Erla Benediktsdóttir nefndarmaður
 • Magnús Ragnarsson nefndarmaður
 • Finnur Bárðarson nefndarmaður
 • Kristína Hajniková nefndarmaður
 • Þórey Richardt Úlfarsdóttir nefndarmaður
Starfsmenn
 • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
 • Elín Einarsdóttir
 • Harpa Elín Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Æsa Guðrúnardóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla skólastjóra Víkurskóla

2209009

Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina og samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Víkurskóla.

2.Endurskipulagning skólahúsnæðis

2305011

Umræður um skipulag skólahúsnæðis eftir að leikskóli flytur í nýtt húsnæði
Ráðið samþykkir að skipa formann FFMR, varaformann FFMR, skólastjóra, aðstoðarskólastjóri, skipulags- og byggingarfulltrúa og sveitarstjóra í starfshóp um húsnæði Víkurskóla. Hópnum er falið að útfæra breytingar á innra skipulagi skólans í framhaldi af flutningi leikskólans í nýtt húsnæði og að fjalla um framtíðarskipulag skólans.

3.Ráðning leikskólastjóra

2305009

Lögð fram til kynningar ferilskrá Nichole Leigh Mosty sem tekur við starfi leikskólastjóra í júní
Lagt fram til kynningar.

4.Auglýsing starfa við Tónskóla Mýrdalshrepps

2305010

Lögð fram drög að auglýsingu fyrir störf skólastjóra og kennara við Tónskóla Mýrdalshrepps
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti auglýsinguna og felur sveitarstjóra að auglýsa starfið.

5.Styrkbeiðnir

2208012

Lögð fram styrkbeiðni frá jaðarklúbbnum Víkursport
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt en að gerður verði samstarfssamningur sem miði af því að tryggja æskulýðsstarf á vegum klúbbsins.

6.Samstarfssamningur Umf. Kötlu og Mýrdalshrepps

2202023

Lagður fram til staðfestingar samstarfssamningur við UMF Kötlu
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti samninginn.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir