Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

2. fundur 06. október 2022 kl. 09:00 - 11:50 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Þorgerður H. Gísladóttir formaður
 • Björn Þór Ólafsson nefndarmaður
 • Kristín Erla Benediktsdóttir nefndarmaður
 • Magnús Ragnarsson nefndarmaður
 • Finnur Bárðarson nefndarmaður
 • Þórdís Erla Ólafsdóttir Dýrfjörð nefndarmaður
  Aðalmaður: Kristína Hajniková
 • Þórey Richardt Úlfarsdóttir nefndarmaður
Starfsmenn
 • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
 • Patricia Pacheco áheyrnarfulltrúi
 • Ásta Alda Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Elín Einarsdóttir
 • Brian R. Haroldsson
 • Bergný Ösp Sigurðardóttir
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla skólastjóra

2209009

Skólastjóri kynnti starf skólans og skólanámskrá og starfsáætlun næsta skólaárs.
FFMR þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina.
FFMR staðfestir jafnframt skólanámskrá og starfsáætlun Víkurskóla 2022-2023.
Sveitarstjóra er jafnframt falið að skoða mögulegar útfærslur til þess að bæta öryggi á skólalóðinni í samræmi við umræður á fundinum.

2.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Leikskólastjóri kynnti starf Mánalands.
FFMR þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina.

3.Ákvörðun um fjölda barna og starfsfólks á Mánalandi

2209015

Tekin fyrir tillaga um fjölda barna og starfsfólks við leikskólann.
FFMR samþykkir tillöguna og felur leikskólastjóra í samráði við formann ráðsins og sveitarstjóra að gera drög að tímalínu fyrir inntöku barna af biðlista

4.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Tónskólastjóri kynnti starf tónskólans.
FFMR þakkar tónskólastjóra fyrir yfirferðina.

5.Leirlistasmiðja

2210001

Tekin fyrir tillaga um að skipulögð verði leirlistasmiðja í Leikskálum.
FFMR samþykkir tillöguna.
Fylgiskjöl:

6.Hönnun nýrrar líkamsræktar - New gym design

2209027

Tekin fyrir tillaga um stofnun hönnunarteymis fyrir nýja líkamsrækt.
FFMR tekur undir tillögu enskumælandi ráðs og tilnefnir Sunnu Wiium Gísladóttur í hönnunarteymi líkamsræktarinnar.

7.Opnunartími líkamsræktar

2209037

Tekin fyrir tillaga um breytta opnunartíma líkamsræktar.
FFMR samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra framgangur málsins.

8.Erindi til sveitarstjórnar frá UMF Kötlu

2209020

Tekið fyrir erindi frá UMF Kötlu um ástand íþróttamannvirkja.
FFMR þakkar ungmennafélaginu Kötlu fyrir samantektina og mælist til þess að hún verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs með það að augnamiði að hægt verði að hefja endurbætur. Sveitarstjóra er jafnframt falið að sjá til þess að unnin verði viðhaldsáætlun í samráði við forstöðumann íþróttahúss og verkstjóra áhaldahúss.

9.EKKO stefna

2202007

Tekin fyrir drög að stefnu um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og ofbeldi (EKKO).
FFMR samþykkir stefnuna og felur sveitarstjóra að kynna hana fyrir stjórnendum. Í framhaldinu er mælst til þess að stjórnendur kynni hana fyrir starfsfólki stofnana sveitarfélagsins.

10.Hugmyndakeppni um ytra byrði Leikskála

2209036

Tekin fyrir tillaga um að efnt verði til hugmyndakeppni um ytra byrði Leikskála.
FFMR samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra framgangur málsins.

11.Gjaldskrár 2023

2209032

Teknar til umræðu gjaldskrár sveitarfélagsins.
FFMR samþykkir hækkun á heimgreiðslum til foreldra með börn á biðlista á leikskóla.
FFMR gerir ekki athugasemd við 5% almenna hækkun á gjaldskrám en leggur til að stök gjöld í sund og líkamsrækt séu hækkuð til samræmis við það sem almennt gerist annars staðar.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir