Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

1. fundur 08. september 2022 kl. 09:00 - 11:12 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir formaður
  • Elísabet Ásta Magnúsdóttir nefndarmaður
    Aðalmaður: Björn Þór Ólafsson
  • Kristín Erla Benediktsdóttir nefndarmaður
  • Magnús Ragnarsson nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson nefndarmaður
  • Kristína Hajniková nefndarmaður
  • Þórdís Erla Ólafsdóttir Dýrfjörð nefndarmaður
    Aðalmaður: Þórey Richardt Úlfarsdóttir
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
  • Kolbrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Patricia Pacheco áheyrnarfulltrúi
  • Ásta Alda Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Elín Einarsdóttir
  • Brian R. Haroldsson
  • Bergný Ösp Sigurðardóttir
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Erindisbréf nefnda

2208002

Lögð fram til kynningar drög að erindisbréfi fyrir Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð.
FFMR vísar drögum að erindisbréfi til staðfestingar í sveitarstjórn. Jafnframt er gerð tillaga að Þóreyju Richardt Úlfarsdóttur sem varaformanni ráðsins.
Samþykkt samhljóða.

2.Skýrsla skólastjóra

2209009

Skólastjóri flytur skýrslu um starf Víkurskóla.

3.Sjálfsmatsskýrsla Víkurskóla 2021-2022

2209010

Lögð fram til kynningar sjálfsmatsskýrsla Víkurskóla fyrir starfsárið 2021-2022.
FFMR þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina.

4.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Tónskólastjóri flytur skýrslu um starf tónskólans.
Tónskólastjóri boðaði forföll á fundinn.

5.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Leikskólastjóri flytur skýrslu um starf Mánalands.
FFMR þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina.

6.Erindi vegna leikskólavistunar

2209007

Lagt fram erindi til FFMR frá Þorbjörgu Kristjánsdóttur og Gunnari Þormari Þorsteinssyni.
Leikskólastjóri las upp svar við erindinu.
Gerð tillaga um að leikskólastjóri í samráði við formann FFMR útbúi verklagsreglur um upplýsingagjöf til foreldra sem eiga börn á biðlista.
Sveitarstjóra er falið að auglýsa að nýju eftir áhugasömum aðilum sem dagforeldri.

7.Ákvörðun um fjölda barna og starfsfólks á Mánalandi

2209015

Tekin til umfjöllunar ákvörðun fjölda barna og fjölda starfsfólks á Mánalandi, á grundvelli reglugerðar um starfsumhverfi leikskóla.
FFMR felur leikskólastjóra í samráði við formann FFMR og sveitarstjóra að vinna tillögu að fjölda barna og starfsmanna fyrir næsta fund ráðsins.

8.Minnisblað frá sveitarstjóra

2209012

Lagt fram til kynningar minnisblað frá sveitarstjóra.
Fylgiskjöl:

9.Barnvænt sveitarfélag

2209016

Tekið til umfjöllunar verkefnið barnvæn sveitarfélög
FFMR leggur til við sveitarstjórn að skipað verði í ungmennaráð Mýrdalshrepps. Í kjölfarið verði tekin önnur umræða um verkefnið.

10.Kynning frá forstöðukonu Kötluseturs

2209017

Forstöðukona Kötluseturs flytur kynningu á fyrirkomulagi Regnbogahátíðarinnar 2022.
FFMR þakkar Hörpu Elínu fyrir yfirferðina.

Fundi slitið - kl. 11:12.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir