Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

30. fundur 12. nóvember 2025 kl. 09:00 - 10:40 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
  • Jóhann Bragi Elínarson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Þorgerður H. Gísladóttir
  • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
  • Magnús Ragnarsson Nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
  • Þórdís Erla Ólafsdóttir Dýrfjörð Nefndarmaður
    Aðalmaður: Kristína Hajniková
  • Jóhann Fannar Guðjónsson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Elín Einarsdóttir
  • Alexandra Chernyshova
  • Katrín Hólm Árnadóttir
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð sendir einlægar samúðarkveðjur til fjölskyldu og aðstandenda Hörpu Elínar Haraldsdóttur. Harpa var virkur þátttakandi í starfi ráðsins og vilja ráðsmeðlimir koma á framfæri þakklæti fyrir samfylgdina og framlag hennar til samfélagsmála í Mýrdalshreppi.

1.Skýrsla skólastjóra

2209009

Elín Einarsdóttir skólastjóri mætti á fundinn og fór yfir skýrslu og starfsáætlun og skólanámskrá 2025-2026.
Ráðið samþykkir samhljóða framlagða starfsáætlun og skólanámskrá Víkurskóla fyrir 2025-2026.

2.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Katrín Hólm Árnadóttir starfandi leikskólastjóri mætti á fundinn og flutti skýrslu um starf leikskólans.
Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina.

3.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Alexandra Chernyshova tónskólastjóri mætti á fundinn og fór yfir skýrslu og framlagða skólanámskrá tónskóla Mýrdalshrepps.
Ráðið samþykkir framlagða skólanámsskrá tónskóla Mýrdalshrepps og þakkar tónskólastjóra fyrir yfirferðina.

4.Skýrsla verkefnisstjóra íslensku og inngildingar

2504016

Verkefnisstjóri forfallaðist vegna veikinda.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir