Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð sendir einlægar samúðarkveðjur til fjölskyldu og aðstandenda Hörpu Elínar Haraldsdóttur. Harpa var virkur þátttakandi í starfi ráðsins og vilja ráðsmeðlimir koma á framfæri þakklæti fyrir samfylgdina og framlag hennar til samfélagsmála í Mýrdalshreppi.
1.Skýrsla skólastjóra
2209009
Elín Einarsdóttir skólastjóri mætti á fundinn og fór yfir skýrslu og starfsáætlun og skólanámskrá 2025-2026.
Ráðið samþykkir samhljóða framlagða starfsáætlun og skólanámskrá Víkurskóla fyrir 2025-2026.