Sunna Wiium íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti tillögu að leik- og fjölskyldusvæðum í Vík.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja verkefninu eftir í samráði við skipulagsfulltrúa og skipulags- og umhverfisráð.
Ráðið leggur til að skipað verði hönnunarteymi fyrir verkefnið. Ráðið tilnefnir formann og varaformann ráðsins í hönnunarteymi og leggur til að skipulags- og umhverfisráð tilnefni tvo fulltrúa auk þess sem sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi verði í teyminu. Ráðið leggur einnig til að skólastjórnendur og íþrótta- og tómstundafulltrúi taki virkan þátt í starfi hönnunarteymisins.