Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

29. fundur 11. september 2025 kl. 09:00 - 11:40 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
  • Magnús Ragnarsson Nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
  • Kristína Hajniková Nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Elín Einarsdóttir
  • Harpa Elín Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Katrín Hólm Árnadóttir Gestur
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla skólastjóra

2209009

Elín Einarsdóttir skólastjóri mætti á fundinn og flutti skýrslu um starfsemi Víkurskóla.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina.

2.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Alexandra Chernyshova tónskólastjóri forfallaðist en lögð var fram skýrsla til kynningar.

3.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Katrín Hólm Árnadóttir starfandi leikskólastjóri mætti á fundinn og flutti skýrslu um starfsemi leikskólans.
Ráðið þakkar Katrínu fyrir yfirferðina.

4.Leiksvæði í Vík

2410006

Sunna Wiium íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti tillögu að leik- og fjölskyldusvæðum í Vík.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja verkefninu eftir í samráði við skipulagsfulltrúa og skipulags- og umhverfisráð.

5.Hönnun viðbyggingar við Víkurskóla

2509006

Umræður um hönnun viðbyggingar við Víkurskóla.
Ráðið leggur til að skipað verði hönnunarteymi fyrir verkefnið. Ráðið tilnefnir formann og varaformann ráðsins í hönnunarteymi og leggur til að skipulags- og umhverfisráð tilnefni tvo fulltrúa auk þess sem sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi verði í teyminu. Ráðið leggur einnig til að skólastjórnendur og íþrótta- og tómstundafulltrúi taki virkan þátt í starfi hönnunarteymisins.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir