Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

15. fundur 11. janúar 2024 kl. 09:00 - 12:32 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
 • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
 • Magnús Ragnarsson Nefndarmaður
 • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
 • Kristína Hajniková Nefndarmaður
 • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
 • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
 • Elín Einarsdóttir
 • Harpa Elín Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
 • Nichole Leigh Mosty
 • Alexandra Chernyshova
 • Kristín Ómarsdóttir
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri fór yfir starfsemi leikskólans og fjallaði um vinnu í tengslum við ytra mat leikskólans og kynnti handbók um samverustund barna sem hefur verið útbúin fyrir starfsfólk.
Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina. Ráðið felur leikskólastjóra að endurskoða vistunarreglur leikskólans í því augnamiði að skýra betur orðalag og rýna reglur um heimagreiðslur.

2.Skýrsla skólastjóra

2209009

Elín Einarsdóttir skólastjóri kynnti skólastarf Víkurskóla.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir kynninguna.

3.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Alexandra Chernyshova tónskólastjóri kynnti starfsemi tónskólans. 70 nemendur eru skráðir í skólann og fjórir kennarar starfandi í alls 3 stöðugildum.
Ráðið þakkar tónskólastjóra fyrir yfirferðina.

4.Kynning á starfsemi Félags- og skólaþjónustunnar

2401004

Svava Davíðsdóttir framkvæmdastjóri, Halldóra G. Helgadóttir teymisstjóri í skólaþjónustu og Inga Jara Jónsdóttir teymisstjóri barnaverndar og farsældarþjónustu komu á fundinn og kynntu starfsemi byggðasamlagsins.
Ráðið þakkar Svövu, Halldóru og Ingu Jöru fyrir kynninguna.

5.Skýrsla æskulýðs- og tómstundafulltrúa

2310005

Kristín Ómarsdóttir æskulýðs- og tómstundafulltrúi kynnti æskulýðsstarf og starfsemi íþróttamiðstöðvar auk þjónustukönnunar sem íbúum hefur verið boðið að taka þátt í.
Ráðið þakkar æskulýðs- og tómstundafulltrúa fyrir yfirferðina.

Fundi slitið - kl. 12:32.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir