Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

12. fundur 12. október 2023 kl. 09:00 - 12:10 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Elísabet Ásta Magnúsdóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Björn Þór Ólafsson
  • Magnús Ragnarsson Nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
  • Kristína Hajniková Nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
  • Jóhann Fannar Guðjónsson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Elín Einarsdóttir
  • Harpa Elín Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Ómarsdóttir
  • Alexandra Chernyshova
  • Nichole Leigh Mosty
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla skólastjóra

2209009

Umræður um starfsemi skólans og gjaldskrá næsta árs. Lögð fram til staðfestingar starfsáætlun og skólanámskrá auk endurskoðunar á reglum um dægradvöl.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina. Ráðið staðfestir skólanámskrá Víkurskóla og forskóla og starfsáætlun skólans fyrir yfirstandandi skólaár með fyrirvara um samþykki kennarafundar og skólaráðs. Ráðið samþykkir enn fremur fyrir sitt leyti breytingar á reglum um dægradvöl sem fela í sér að henni verði lokað á þremur af fimm starfsdögum.

2.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Umræður um starfsemi skólans og gjaldskrá næsta árs.
Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina.

3.Skýrsla æskulýðs- og tómstundafulltrúa

2310005

Umræður um starfsemi íþróttamiðstöðvar.
Ráðið þakkar æskulýðs- og tómstundafulltrúa fyrir yfirferðina. Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að æskulýðs- og tómstundafulltrúi í samráði við sveitarstjóra loki sundlaug tímabundið eftir þörfum á meðan unnið er að nauðsynlegum viðgerðum á tæknibúnaði og unnið að því að uppfylla öryggi starfsfólks og gesta.

4.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Umræður um starfsemi skólans og gjaldskrá næsta árs.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina.

Fundi slitið - kl. 12:10.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir