2308025
Laga þarf girðingu og réttargerði við Höfðabrekkurétt og tók Karl Pálmason að sér að fá menn með sér í verkið.
Karl Pálmason tók einnig að sér að laga veg inn á Höfðabrekkuafrétt.
Árni Gunnarsson tók að sér að fá einhvern til að hefla veg inn á Heiðarheiði til bráðabirgða, en vegurinn þangað þarfnast orðið að hann sé lagaður almennilega, en ef það á að vera framkvæmanlegt þarf að tryggja fjármagn í verkið.