Fjallskilanefnd

4. fundur 11. desember 2023 kl. 20:00 - 21:50 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Lára Oddsteinsdóttir Nefndarmaður
  • Karl Pálmason Nefndarmaður
  • Ragnhildur Jónsdóttir Nefndarmaður
  • Jóhanna Jónsdóttir Nefndarmaður
  • Árni Gunnarsson Nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir
Dagskrá

1.Uppgjör fjallskila 2023

2312004

Farið var yfir uppgjör fjallskila, en síðastliðið haust var bætt inn á fjallskilaseðilinn 3. safni til að reyna að koma í veg fyrir kostnað vegna eftirleitatíma.
Skipta þurfti Höfðabrekkuafrétti og Heiðunum upp í tvær göngur vegna þess að ekki tókst að manna göngur til að smala á hefðbundinn máta. Jafnframt var lækkað mat á Höfðabrekkuafrétti til samræmis við aðrar smalanir á svæðinu.
Bætt var við smölun á láglendi Heiðardalsins.

2.Erindi frá fjallskilanefnd Álftavers

2308014

Lagt fyrir erindi frá fjallskilanefnd Álftavers
Þar sem fjallskilanefnd hafði áður rætt málið er talið að bréf sem senda átti til Álftveringa í haust gildi sem svar.

3.Önnur mál

2308025

Smalavegurinn inn úr Heiðarheiði er orðinn mjög illa farinn og þarf að laga hann fyrir næsta haust.

Fundi slitið - kl. 21:50.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir