Fjallskilanefnd

3. fundur 17. ágúst 2023 kl. 16:30 - 18:30 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Karl Pálmason Nefndarmaður
  • Andrína Guðrún Erlingsdóttir Nefndarmaður
  • Ragnhildur Jónsdóttir Nefndarmaður
  • Jóhanna Jónsdóttir Nefndarmaður
  • Árni Gunnarsson Nefndarmaður
  • Lára Oddsteinsdóttir Nefndarmaður
  • Elín Einarsdóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að erindi frá fjallskilanefnd Álftavers yrði bætt á dagskrá fundarsins.
Samþykkt.

1.Skipan formanns fjallskilanefndar

2208004

Lára Oddsteinsdóttir einróma kosin formaður.

2.Skipan í leitir

2208003

Farið yfir álagningu í söfn. Ákveðið að bæta við 3. safni til að lágmarka kostnað við eftirleitir.

3.Erindi frá fjallskilanefnd Álftavers

2308014

Lagt fram erindi frá fjallskilanefnd Álftavers um smölun á Mýrdalssandi
Lagt fram til kynningar

4.Önnur mál

2308025

a) Viðhald smalavega - Karl Pálmason tekur að sér lagfæringar á vegum í Höfðabrekkuafrétt og ákveðið að fela Gunnari Ólafssyni lagfæringu á vegi inn úr Heiðarheiði.

b) Byrgi í Kárhólma. Lára fundaði með landeigenda í Heiðardal um uppsetningu á byrgi fyrir hross og sauðfé í Kárhólma. Samstarfsverkefni með Hestamannafélaginu Sindra.



Formaður vék nokkrum orðum að því í lok fundar að mikilvægt væri að smalar væru vakandi fyrir myndbirtingu í smalamennskum og að ekki væru birtar myndir af óhöppum eða öðru því sem gæti kastað rýrð á bændur að óþörfu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir