Enskumælandi ráð - English Speaking Council

2. fundur 25. október 2022 kl. 09:00 - 10:55 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Tomasz Chocholowicz formaður
 • Michal Svach
  Aðalmaður: Hamsa Arnedo Moreno
 • Lara Ólafsson
 • Delfin Bagsic Dimailig
 • Hilary Jane Tricker
  Aðalmaður: Marcin Miskowiec
 • Deirdre Ana Stack Marques
 • Kristína Hajniková
  Aðalmaður: Holly Louise Keyser
Starfsmenn
 • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri / Mayor
Dagskrá

1.Skýrsla sveitarstjóra - Mayor's report

2209026

Sveitarstjóri flytur ráðinu skýrslu um starfsemi sveitarfélagsins - The Mayor reports to the council on the activities of the municipality

2.Úrgangsmál - Waste disposal matters

2210017

Umræða um úrgangsmál og leiðir til að bæta flokkun í sveitarfélaginu - Discussion on waste disposal and ways to improve sorting in the municipality
Ráðið leggur til að flokkunarleiðbeiningar verði gerðar sýnilegri á ensku á Welcome to Vík síðu sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er jafnframt falið að upplýsa íbúa um sorphirðu og urðun með pistli á Víkí-pedía. Ráðið telur að það sé orðið tímabært að leiðbeiningar um flokkun verði sendar aftur á heimili og fyrirtæki í sveitarfélaginu. - The ESC proposes that sorting instructions be made more visible in english on the Welcome to Vík page on the municipalities webpage. The Mayor is also tasked with informing the residents about garbage collection and landfilling with a post on Víkí-pedía. The council furthermore believes that it is necessary to send instructions on sorting again to homes and companies in the municipality.

3.Íslenskunám - Icelandic language learning

2210016

Umræða um íslenskunám fyrir erlenda íbúa - Discussions on Icelandic language learning
Enskumælandi ráð skorar á ríkisstjórn Íslands að stórauka framlög til fjölmenningarmála sem miða að því að efla íslenskunám. Lausnir verða að taka mið af því hagkerfi sem við búum við og mismunandi aðstæðum fólks mætt með sveigjanlegum kennslulausnum. Sérstaklega þarf að styðja við samfélög utan höfuðborgarsvæðisins þar sem erfitt getur reynst að fá til starfa fagfólk í tungumálakennslu. Sveitarstjóra er falið að bjóða ráðherrum til fundar við ráðið til að ræða frekar um verkefnið. - The ESC calls on the government of Iceland to greatly increase donations to multicultural issues aimed at promoting Icelandic learning. Solutions must take into account the economy we live in and different situations of people need to be met with flexible teaching solutions. In particular, communities outside of the capital area need to be supported, where it can be difficult to recruit language teaching professionals. The mayor is tasked with inviting ministers to a meeting with the council to discuss the project further.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir