Óskað er eftir því að bæta við máli nr. 8 á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
1.Sunnubraut 15 - Smiðjan brugghús - breytingu á rekstrarleyfi
2511009
Óskað er eftir umsögn byggingarfulltrúa og slökkviliðs vegna breytingar á rekstrarleyfi fyrir Sunnubraut 15. Sótt er um leyfi fyrir allt að 85 gesti í veitingarými.
Ekki er gerð athugasemd við leyfi fyrir 85 gesti í veitingarými að Sunnubraut 15.
2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Smiðjuvegur 12A - Flokkur 1
2512001
Sótt er um byggingarleyfi fyrir 540 m2 iðnaðarhúsnæði á Smiðjuvegu 12A skv. uppdráttum unnum af EFLA verkfræðistofa, dags. 5.3.2025. Framkvæmdin er í umfangsflokki 1.
Afgreiðslu málsins var frestað á 7. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Ráðið gerði ekki athugasemd við málið á 37. fundi sínum og staðfesti sveitarstjórn afgreiðslu ráðsins á 687. fundi sínum.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
- Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
- Viðkomandi iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
3.Umsókn um stöðuleyfi - Sléttuvegur 5A
2512002
SV3 ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta gám við Sléttuveg 5A undir verkfæri og aðra aðstöðu vegna framkvæmda við byggingu á Sléttuvegi 5A. Sótt er um stöðuleyfi frá 1.12.2025 til 3.3.2027.
Afgreiðslu málsins var frestað á 7. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi til árs á 37. fundi sínum og staðfesti sveitarstjórn afgreiðslu ráðsins á 687. fundi sínum.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi til 30.11.2026.
4.Litli-Hvammur lóð - Umsókn um afskráningu úr fasteignaskrá
2512005
Óskað er eftir því að afskrá bílskúr á lóðinni Litli Hvammur lóð L173920.
Ekki er gerð athugasemd við afskráningu mannvirkisins.
5.Suður-Hvammur - Umsókn um afskráningu úr fasteignaskrá
2512006
Óskað er eftir afskráningu úr fasteignaskrá á mhl. 05 sem er fjárhús og 06 sem er hlaða, hvort tveggja byggt árið 1940, á jörðinni Suður Hvammur.
Ekki er gerð athugasemd við afskráningu mannvirkjanna.
6.Byggingarmál - Ósk um flutning á mannvirki innan lóðar, Klettsvegur 3
2512008
Óskað er eftir leyfi til þess að flytja húsið Klettsvegur 3E innan lóðarinnar Klettsvegur 3.
Ekki er gerð athugasemd við flutning á mannvirkinu Klettsvegur 3E innan lóðarinnar Klettsvegur 3.
7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Austurvegur 20 - Flokkur 1
2512009
Sótt er um viðbyggingu á tveimur hæðum við núverandi hús að Austurvegi 20 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Proark, dags. 02.04.2025. Um er að ræða framkvæmd í umfangsflokki 2.
Afgreiðslu málsins er frestað.
8.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Austurvegur 8 - Flokkur 2
2503003
Óskað er eftir heimild til þess að breyta geymslu (mhl. 02) í íbúð skv. meðfylgjandi gögnum.
Málinu var frestað á 2. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Ráðið samþykkti að setja málið í grenndarkynningu á 30. fundi sínum. Sveitarstjórns staðfesti afgreiðslu ráðsins á 677. fundi sínum. Málið var grenndarkynnt og ekki gerð athugasemd. Sveitarstjórn samþykkti að veitt yrði byggingarleyfi á 687. fundi sínum.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta.
- Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.