Víkurskóli tók þátt í Skólahreysti 2021

Víkurskóli tók þátt í Skólahreysti á ný eftir 3 ára hlé. Keppendur voru þau Egill Atlason, Arnfríður Mára Þráinsdóttir, Auðunn Adam Vigfússon og Urður Ósk Árnadóttir. VAramenn voru klárir, þau Karl Anders Þórólfur Karlsson og Jóhanna Ellen Einarsdóttir. 

Liðstjórar voru þær Daria Borkowska og Victoria Reinholdsdóttir. Þetta var í 7. skipti sem sk´ólinn tekur þátt í þessari frábæru keppni. Krakkarnir hafa stundað æfingar af keppni í allan vetur, þau stóðu sig vel og slógu skólamet í dýfum og hreystiggreip. Að þessu sinni var ekki í boði að senda stuðningsmannalið með en keppnin var í beinni útsendingu og mikill spenningur var hjá samnemendum og fjölskyldum krakkana að fylgjast með. Eitt af makmiðum heilsustefnu Víkurskóla er að skólinn taki þátt í þessum viðburði.