Víkurskóli auglýsir eftirfarandi stöðu lausa til umsóknar

Starf í eldhúsi og aðstoð við nemendur í leik og starfi. Reynsla af vinnu við framreiðslu á mat og vinna með börnum er kostur. Lögð er áhersla á að umsækjandi sé sveigjanlegur og hafi góða samskiptahæfni og vilja til að taka þátt í samstarfi. Æskilegt er að viðkomandi búi yfir lágmarks íslenskukunnáttu.

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar n.k. Starfið er laust frá og með 1. febrúar eða fyrr. Starfshlutfall er 60%.

Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu sendast á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í síma 4871242 /7761320