Víkurbraut 5, Lava Show - Deiliskipulag

Í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér kynnt skipulagslýsing deiliskipulags lóðarinnar Víkurbrautar 5 í Vík í Mýrdal.

Deiliskipulagið nær til um 4.000 m2 svæðis. Markmið deiliskipulagsins er að deiliskipuleggja sýningarsvæði með veitingaaðstöðu og íbúðum til útleigu, með áherslu á að byggingar, aðkoma og bílastæði falli vel að nærumhverfi.

Skipulagslýsing þessi liggur frammi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is eða má nálgast hér: DSK Víkurbraut 5 - lýsing frá 31. mars 2021 til og með 28. apríl 2021.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudasginn 28. apríl 2021