Verkefnið Stafrænt Suðurland - nýr upplýsingavefur

Nú hefur verið opnaður upplýsingavefur um verkefnið Stafrænt Suðurland sem finna má á slóðinni www.stafraentsudurland.is

Vefurinn hefur að geyma upplýsingar um framgang verkefnisins, sem og nytsamlegar upplýsingar um ýmiss málefni sem tengjast stafrænni vegferð.

Við hvetjum alla áhugasama um verkefnið og stafræna þróun að kíkja á vefinn, og sömuleiðis að senda okkur ábendingar um efni sem það langar að fræðast um og á heima á vef sem þessum.