Vegur um Mýrdal

Vegagerðin er að hefja frekari rannsóknarboranir við Reynisfjall í tengslum við undirbúning vegagerðar um Mýrdal.

Ráðgert er að taka tvær holur til viðbótar ofan á Reynisfjalli við fyrirhugaða jarðgangalínu með það í huga að kortleggja nánar jarðlög Reynisfjalls.