Útboð ræstinga stofnana Mýrdalshrepps

Mýrdalshreppur, sem verkkaupi, óskar eftir tilboðum í reglulega ræstingu og aðrar ræstingar á húsnæði sveitarfélagsins samkvæmt útboðslýsingu þessari og þeim gögnum sem í henni eru upptalin. Gólfbóngljáun einu sinni á ári og viðhaldsbónun einu sinni á ári teljast sem hluti af reglulegri ræstingu. Um er að ræða u.þ.b. 2.702 fermetra húsnæði í 4 aðskildum byggingum sem eru: Ráðhús Mýrdalshrepps, leikskóli (er í byggingu), Víkurskóli, Tónskóli Mýrdalshrepps og íþróttamiðstöð.

Reiknað er með að ræsting á grundvelli útboðsins hefjist þann 1. ágúst 2024 og að gerður verði verksamningur um verkið til þriggja ára, eða fram að 1. ágúst 2027. Möguleg framlenging á samningi er 2 ár en eitt ár í senn. Jafnframt útboði á reglulegri ræstingu er óskað eftir tilboðum í einingaverð í hverja unna klst. við hreingerningar.

Tilboðum skal skila eigi síðar en kl. 11:30 5. apríl 2024. Tilboð verða opnuð sama dag kl 12:00.

Útboðsgögn má nálgast með því að senda tölvupóst á sveitarstjori@vik.is