Umferð á sjóvarnargarðinum við Víkurfjöru.

Að gefnu tilefni er bent á að umferð um sjóvarnargarðinn á vélknúnum ökutækjum er bönnuð.  Garðurinn er mikið notaður af gangandi vegfarendum og hestamönnum og það fer ekki saman með umferð vélknúinna ökutækja og getur beinlínis verið hættulegt.  Tökum tillit hvert til annars og tryggjum öryggi allra.