Nú líður senn að skólalokum og undirbúningur og skráning er hafin fyrir næsta skólaár 2025-2026.
Þeir nemendur sem ætla ekki að halda áfram þurfa að láta kennara sinn eða tónskólastjóra vita fyrir 14. maí. Þeir nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám þurfa að skrá sig til 18.maí. Skráning er hér : https://tonviska.is/form/82/3kLvH4zDERevaYtd/
Síðustu Vortónleikar verða mánudaginn 12. maí kl. 17:00. Tónleikarnir verða haldnir í Leikskálum.
Síðasti kennsludagur er föstudagurinn 23. maí. Skólaslit er mánudaginn 26.maí kl.17:00 í sal Tónskólans.