Tónlistarnám fyrir börn og fullorðna

Tónskólinn Vík í Mýrdal býður upp á spennandi tónlistarnám fyrir börn og fullorðna, og boðar því til kynningar- og áheyrnaprufu sem verður haldin 28. júní kl. 15:00-16:00 í skólanum. Námið sem boðið er upp á er; söngnám fyrir börn á grunnskólaaldri, kórnám fyrir börn á grunnskólaaldri, einsöngsnám fyrir fullorðna, áhugasöngsnám fyrir fullorðna, píanónám á grunn- og miðstigi, tónsmíði fyrir börn á grunnskólaaldri og tónsmíði fyrir fullorðna. Boðið er upp á fullt og hálft nám í flestum námskeiðum. Allir eru hjartanlega velkomnir á kynninguna.

Alexandra Chernyshova sópransöngkona, tónskáld og kennari