Tón-klúbbur nr. 11

Fyrir tveimur árum kviknaði sú hugmynd hjá Alexöndru Chernyshovu að búa til menningarbrú á milli áhugamanna og atvinnufólks í tónlistarbransanum í Vík og nágrenni, þannig varð Tón-klúbbur Tónskólans til. Megin markmið Tón-Klúbbsins er að kynna tónlistarfólk frá Vík í Mýrdal og nágrennis fyrir tónlistarnemendum Tónskólans og öðru áhugafólki og einnig vekja athygli ungs fólks á tónlistarlífi í sveitarfélaginu. Í hverjum mánuði koma einn eða fleiri tónlistarmenn og taka nokkur lög á sín hljóðfæri og segja frá sinni reynslu að vera tónlistarmaður og hvernig tónlistaráhuginn kviknaði hjá þeim. Yngri kynnslóðinni gefst tækifæri að spyrja forvitnilegra spurninga og hlusta á tónlistarfólkið deila sögum sínum og tónlist. Frábært tækifæri fyrir forvitna tónlistarkrakka, ungt fólk og alla sem hafa áhuga á tónlist.

Næsta fimmtudag 8.maí kl.17:00 í Leikskálum verður ellefti Tón-Klúbburinn og gestir okkar verður ungmannahljómsveit frá Bandaríkjunum. Þessi tón-klúbbur er því aðeins öðruvísi þar sem að gestirnir að þessu sinn koma erlendis frá. Á þessum viðburði mun einnig spila gítarhóp undir stjórn Álvaro Sanchez, gítarkennara og í lokin verður í boði smá kennsla og Vikivaki dans undir stjórn tónskólastjóra og söngkonu Alexöndru Chernyshovu.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hljómsveitina.

Hljómsveit Westmont College, undir stjórn Dr. Ruth Lin, á sér merkilega sögu í flutningi meistaraverka úr hljómsveitarrepertóríunni. Í flutningi hennar eru verk fyrir fullskipaða hljómsveit, strengjasveit og smærri kammerhópa. Hljómsveitin var stofnuð árið 2006 sem hrein nemendahljómsveit innan Tónlistardeildar Westmont College og hefur frá upphafi lagt áherslu á að flytja verk úr klassískri hljómsveitarhefð auk verka úr bandarískri hljómsveitarhefð, þar á meðal pöntun nýrra verka eftir samtímahöfunda frá Bandaríkjunum. Nýlegir höfundar sem hljómsveitin hefur pantað verk frá eru meðal annars Emma Lou Diemer, James Stephenson, J.A.C. Redford og Daniel Gee. Hljómsveitin heldur tvo sjálfstæða tónleika á hvorri önn, auk sameiginlegra jólatónleika með kórum skólans og stórrar vortónlistaruppfærslu með kór Westmont. Árlega heldur hljómsveitin í tónleikaferð, þar sem skiptist á ferðir innanlands og erlendis. Undanfarin ár hefur hljómsveitin ferðast til Ítalíu, Kína, Ungverjalands, Austurríkis, Írlands, Bretlands og víða um Bandaríkin. Hljómsveitin samanstendur venjulega af um það bil 60 nemendum. Sérfræðingar í hljóðfærum veita leiðsögn í hverjum hluta hljómsveitarinnar, þar á meðal Dr. Han Soo Kim (strengir) og Dr. Paul Mori (tréblásarar, málmblásarar og slagverk).

Verið hjartanlega velkomin.