Tón-Klúbbur 12

Tónskóli Mýrdalshrepps kynnir Tón-Klúbbur N.12

Tón-Klúbbur Tónskóla Mýrdalshrepps heldur áfram að gleðja og hvetja ungt fólk til tónlistarsköpunar og hlustunar í góðum félagsskap.
Fimmtudaginn, 20.nóvember kl.17:40 í Leikskálum við fáum að njóta samveru og söngs Margrétar Steinunnar Guðjónsdóttur, Arndísar Hildar Tyrfingsdóttur og Guðjóns Leós Tyrfingssonar.

Þau eru Syngjandi fjölskylda sem hafa alla tíð átt tónlistina að sameiginlegu lífsgleðiefni – þau hafa sungið saman frá barnæsku, bæði í kórum og heima við, og halda enn í þann fallega sið að syngja raddað og a cappella.
Í þeirra flutningi mætast hlýja, trú, gleði og fjölskyldutengsl – í íslenskum og erlendum lögum, sálmum og sönglögum, jafnvel popplögum sem fá alla til að brosa.

Þetta er viðburður sem nærir hjartað og hvetur ungt fólk til að finna sinn eigin tón.
Allir eru velkomnir – nemendur, foreldrar og tónlistaráhugafólk á öllum aldri.

Hugmynd og stjórn: Alexandra Chernyshova
🎵 Í samstarfi við félagsheimilið Leikskálar

Komdu og leyfðu þér að njóta – tónlistin sameinar okkur öll.