Tímatafla UMF Kötlu haust 2022

ÆFINGAR Á HAUSTÖNN að hefjast á ný!!! Tímatafla UMF Kötlu er nú klár. Æfingar hefjast í næstu viku eða mánudaginn 5. september. Fyrsta vikan verður kynningarvika og öllum er frjálst að koma á æfingar og prófa að taka þátt. Skráningar fara svo fram í lok næstu viku. Vakin er athygli á að á þriðjudögum er tvöfaldur akstur svo iðkendur úr dreifbýli geta nýtt sér akstur kl 16:30 eftir körfuboltaæfingu og félagsmiðstöð. Blak hefst í október bæði fyrir börn og fullorðna. Fríar æfingar í körfubolta, frjálsum, knattspyrnu og karate, innan skólaaksturs, verða í boði fyrir yngstu fjóra bekkina. Karate verður kennt fram í lok október svo tekur við danskennsla í nóv. og des. Gönguhópur verður einu sinni í viku og Badmington á sínum stað. Frekari upplýsingar um hvert námskeið verður auglýst nánar á næstu dögum.

Frétt frá Ungmennafélaginu Kötlu