Tímabundin lokun héraðsbókasafns Vestur-Skaftafellssýslu

Vegna breytinga sem verða á húsnæðinu að Ránarbraut 1 á nýju ári þá mun þurfa að loka tímabundið Héraðsbókasafninu frá og með áramótum.

Ekki er til staðar annað húsnæði fyrir bókasafnið að svo stöddu og því nauðsynlegt að koma bókakosti þess í geymslu. Sérstaklega verður hugað að því að haldið verði utan um bækur safnsins þannig að auðvelt verði að finna þeim stað á nýju safni.

 

Stefnt er að því að bókasafnið opni aftur þegar nýr leikskóli hefur verið byggður og hægt verður að endurskipuleggja núverandi húsnæði skólanna.