Til hamingju með daginn kvenfélagskonur í Mýrdalshreppi

Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár. Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu. Í Mýrdalshreppi eru starfandi þrjú kvenfélög: kvenfélag Hvammshrepps, kvenfélag Dyrhólahrepps og kvenfélagið Ljósbrá. Takk fyrir ykkar framlag til samfélagsins í gegnum tíðina