Þorrablót Mýrdælinga 2022

Kæru Mýrdælingar,

Við ætlum ekki að sleppa því að blóta þorra að þessu sinni þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Í ár ætlum við að vera með streymi þar sem þorrablótsnefnd fer á kostum eins og svo oft áður.

Laugardaginn 5. febrúar klukkan 20:00 verður hægt að nálgast streymi inná vik.is.

Þið notið tækifærið og komið saman í smærri hópum og gerið vel við ykkur í þjóðlegum mat og drykk.

Góða skemmtun,

Þorrablótsnefnd