Staða íþróttakennara við Víkurskóla, Vík í Mýrdal

Víkurskóli Vík í Mýrdal auglýsir stöðu íþróttakennara við skólann lausa til umsóknar fyrir skólaárið 2022-2023. Um 70% stöðugildi er að ræða, möguleiki á kennslu í öðrum námsgreinum.

Umsækjandi skal hafa tilskylda menntun og reynslu til starfsins og góð tök á íslensku í ræðu og riti. Lögð er áhersla á að umsækjandi sé sveigjanlegur og hafi góða samskiptahæfni og vilja til að taka þátt í samstarfi og teymisvinnu.

Víkurskóli er lítill samkennsluskóli með um 60 nemendur.

Í Víkurskóla er leitast við að búa nemendum hvetjandi námsumhverfi. Áhersla er lögð á samstarf kennara og fjölbreytta kennsluhætti. Víkurskóli er heilsueflandi skóli og vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar, Uppeldis til ábyrgðar. Víkurskóli er jafnframt einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Skólinn hefur um árabil tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfi í gegnum Erasmus+.

Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2022

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2022

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknir auk ferilskrár skulu sendar á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is

Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í síma 4871242 /7761320, jafnframt heimasíða skólans www.vikurskoli.is