Sokkasala Víkurskóla vegna hreystibrautar er í dag.

Víkurskóli í samstarfi við Mýrdalshrepp ætlar að koma upp hreystibraut.

Víkurskóli fékk 500 pör af vönduðum sokkum frá Icewear fyrir hreystibrautaverkefnið. Í tengslum við það ætlar Víkurskóli að hafa sokkasölu í dag milli kl 16:00-18:00.

Tekjur af sölunni verða lagðar inn á reikning söfnunarinnar.

Ögmundur Ólafsson ehf. og Tjaldsvæðið í Vík hafa þegar styrkt verkefnið og gáfu hvort um sig 100 þús kr.

Ef þú vilt leggja söfnuninni lið er hægt að hafa samband við Víkurskóla á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is

Hægt er að styrkja þetta verkefni með því að leggja inn á reikning söfnunarinnar:

0317-26-000011

kt. 6810887929